7.2.2024 | 18:17
Fjárlög
Það eru árlega samþykkt á alþing lög um útgjöld ríkisins. Það hefur engin stofnun ríkisins heimild tila að fara útfyrir sinn ramma fjárlaga því það er eingöngu alþingi sem hefur heimild til að ráðstafa fé úr ríkissjóði. Gildir þá einu hvort önnur lög segi til um að að einhver stofnun eigi að sinna þessu eða hinu sem krefjist meira fjármagns en ætlað er í fjárlögum hverju sinni.
Það eru til dómafordæmi um ávítur eða brottrekstur forstöðumanns rískistofnunar sem taldi það lagaskyldu sína að sinna skjólstæðingum sínum þótt það krefðist meira fjarmagns en alþingi vildi setja í málaflokkinn.
Það sýnir sig að það gengur engan vegin upp að hægt sé að dæla fé úr ríkissjóði á grundvelli laga eða túlkunar á lögum sem byggðu á allt öðrum forsendum en nú eru uppi. Útlendingastofnun verður, eins og aðrar stofnanir, að halda sig innan þeirra fjárlaga sem ætlaðar eru í málaflokkinn. Ef ásóknin er meiri verður að herða skylyrðin eða sækja um hærri fjárveitingar til alþingis. Það er ekki hlutverk einstakra stofnana eða starfsmanna þeirra að ráðstafa fjármunum ríkisins, gildir einu hvort málefnið sé göfugt eða að hægt sé að tala um siðferðilega skyldu. Það var hvort tveggja undir í áðurnefndu dómafordæmi.
Hömlulaus útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 17:50
Framtíðin í Grindavík.
Það má gera ráð fyrir að yfirvöld vilji vita hverjir eru inná hættusvæðinu hverju sinni og því einfaldara fyrir þau að það séu sömu aðilar allann daginn en mönnum ekki skipt út á kannski hálftíma fresti. Samt einfaldara að breyta nafnaskráningunni en flytja vörurnar á milli bíla. Ef neyðarástand kæmi upp gæti hinsvegar einhver smá misskilningur haft alverlegar afleiðingar. En að amast við farmflutning milli bíla er á engan hátt á gráu svæði varðandi öryggisþáttinn.
Ef spár visindamanna um að saga jarðhræringa á Reykjanesskaganum endurtaki sig má gera ráð fyrir að eftir 10 til 20 ár verði mun öruggara að búa í Grindavik en t.d. í Hafnarfirði þvi jarðhræringarnar með tilheyrandi gosum næstu 50-200 árin færi sig austur á bóginn.
Gott dæmi um fáránleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2024 | 02:17
Svo bregðast krosstré sem önnur tré
"segir Árni að tveir bílar hafi skollið saman og einn af þeim oltið á hliðina."
Ekki mjög smekklegt hjá Mogganum að láta svona frá sér.
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2024 | 13:27
Aðeins of langt gengið.
Það er vissulega full ástæða tila að vera á varðbergi gagnvart peningaþvætti eins og ég geri ráð fyrir að sé ástæaðan fyrir þessum takmörkunum. En er þetta ekki aðeins of langt gengið. Sé ekki fyrir mér að þeir sem eru að stunda peningaþvætti séu að dunda sér með einhverja þúsundkalla. Það hljóta að vera mun hærri upphæðir í spilunum þó vissulega geri margt smátt eitt stórt.
Svo er hinn möguleikinn að Landsbankinn sem er enn með nokkur útibú þar sem hægt er að fá þjónustu sé að reyna að forðast að lenda í því að vera að þjónusta viðskiptavini Arion banka sem er búinn að loka flestum ef ekki öllum útibúum sínum nema einu.
En starf gjalkera í banka virðist heyra sögunni til. Fór í eitt útibúa Landsbankans um daginn og þar fékkst ekki nokkur maður til að taka við peningum sem greiðslu. Var vísað á ATM róbót með allt sem hét seðlar. En þá þarf maður að eiga plastkort sem bankarnir, allir nema Indó, rukka fúlgur fjár fyrir skaffa sínum viðskiptavinum. Við erum að tala um milljarða á hverju ári í allskonar þjónustugjöldum hjá örþjóð.
Nú, eruð þið ekki með íslenska peninga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2024 | 22:39
En hvað með starfandi blaðamenn.
Það er nú gott og blessað að eldri blaðamenn, væntanlega fyrrverandi blaðamenn, sjái að félagið þurfi forsvarsmenn með hreinan skjöld.
En hvað er að frétta af starfandi blaðamönnum? Þeim sem flytja okkur fréttir i dag. Er orðspor þeirra sjálfra þannig að þeim sé slétt sama undir hvernig merkjum þeir starfa? Hvenær segja þeir skilið við félagið eða skilja stjórnina frá félaginu?
Sá einhvers staðar að Sigríður var að afsaka sig með að eiginmaður hennar ætti félagið í dag. Minnist þess ekki að hún hafi gert mikinn greinarmun á því hvort Sigmundur eða frúin hafi átt Wintris hérna um árið. Félag sem hvers eignir voru allar taldar fram á skattframtali þótt þær hafi ekki ratað í rétta dálka hjá endurskoðanda.
Rufu áratuga hefð Styðja Hjálmar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2024 | 11:13
Hver sat hvar?
Það þarf nú aðeins að yfirfara þennan texta.
Eiginmaðurinn neitaði að skipta um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2024 | 10:41
Heiðvirðir blaðamenn
Er ekki orðið löngu tímabært fyrir blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni að segja skilið við þetta félag.
Hvernig á almenningur að geta treyst fréttaflutningi manna sem láta það gott heita að vera bendlaðir við félagsskap sem lýtur stjórn manna sem eru svo óvandir að virðingu sinni sem framkoma formanns og varaformanns BÍ gefur til kynna.
Formaður gengur hart eftir svörum hjá öðrum í algerlega sambærilegum málum og hún stendur í en lætur ýmist ekki ná í sig eða virðir fyrirspurnir félagsmanna að vettugi. Nokkuð sem væri trúlega með fyrstu fréttum á RÚV ef annar ætti í hlut.
Varaformaður sem hefur haft stöðu sakbornings um árabil í lögreglurannsókn en dregur sig ekki í hlé tímabundið frá trúnaðarstöðu hjá félagi sem þarf nauðsynlega á trausti almennings að halda til félagsmenn geti sinnt starfi sínu af þeirri kostgæfni sem ætlast er til af þeim. Nokkuð sem honum og almenningi finnst sjálfsagt og eðlilegt þegar aðrir eiga í hlut.
Minnir óneytanlega á suma foreldra og aðra leiðbeinendur sem brýna fyrir skjólstæðingum sínum að "gera eins og ég segi en ekki eins og ég geri".
Stjórnin ber fyrir sig trúnaðarbrest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2023 | 11:25
Að dæma gjörðir fortíðar útfrá siðferði samtíðar
Það er sorglegt að sjá hvernig komið er fram við minningu látins manns í tilfelli séra Friðriks. Það kom fram í Kastljósi rúv að það er eingöngu á misvísandi sögusögnum sem hann er sviptur æru sinni nú.
það vekur athygli að menn koma ýmist alveg af fjöllum varðandi meinta misnotkun hans eða fullyrða að þetta hafi veri altalað á sínum tíma. Það er ljóst að það verður alltaf til fólk sem reynir að finna eitthvað ljótt í fari annara og ef ekki tekst að finna eitthvað má bara túlka hlutina þannig að þókni málstaðnum. Síðan ef þetta er nefnt nógu oft heyrir vikomandi þetta allstaðar frá í sínum bergmálshelli.
Í þessu máli er komið fram, m.a. samkv. áðurnefndum Kastljósþætti, að engar ransóknir, staðfestingar eða sannanir liggja fyrir sem réttlæta ærumissi séra Friðriks. Eingöngu sögusagnir, oftast þiðja aðila sem þá túlka eitthað sem þeir hafa heyrt á þann veg sem þeir sjálfir kjósa.
Eitt af því sem ég hef séð sem átti að vísa til meintrar barnagirndar sérans var staðsetning handar drengsins í styttunni sem Reykjavíkurborg hyggst fjarlægja. Á þeim tíma sem styttan var gerð hefði verið óviðeigandi hefði drengurinn stutt hönd á öxl prestsins. Það hefði verið tákn um jafntæði milli þeirra eða að drengurinn væri hærra sttur prestinum í því stéttaskipta þjóðfélagi sem þá var.
Einnig hefur verð mikið gert úr því að séra Friðrik kyssti drengina á munninn en ekki kinnina í kveðjuskini. Þetta var bara til siðs á sínum tíma og er reyndar enn í mörgum fjölskyldum. Ég man það alveg hvað mér þótti óþægilegt að þurfa í æsku að kyssa alla frændur og frænkur að loknum jólaboðum og öðrum fjölskyldusamkomum. Mér vitanlega hefur enginn sakað neitt þeirra um barnagirnd. Móðir mín heitin leysti þetta með því að segja mér að kyssa bara á kinnina, lausn sem allir vor sáttir við það ég best veit.
það að taka drengina á eintal en ekki engöngu ræða við þá í hóp bauð uppá hættu á misnotkun hjá þannig þenkjandi einstakling. Hitt verður, enn sem komið er, að telja líklegra að með því hafi séra Friðrik verið að því sem kallað er í dag, að valdefla drengina. Þeir væru þess verðir að tala við leiðtogann "maður á mann".
Það er svo augljóst að það eru engar forsendur til dæma menn fyrir gjörðir í fortíð útfra þekkingu og siðvenjum samtíðar.
Enn sem komið er fátt sem bendir til annars en þessar ásakanir sem fram eru komnar séu ódýr auglýsingabrella rithöfundar jólabókar sem hefur haft ófyrirséðar afleiðingar.
Það er hinsvegar alveg nauðsynlegt að þetta mál verði krufið til mergjar eftir því sem hægt er, þannig að sannleikurinn komi fram. Sú rannsókn þarf að vera framkvæmd af hlutlausum aðilum.
Hugleysi að þora ekki að segja frá því sem var satt og rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2023 | 09:41
Enskan
Hef ekki lent í því en eitthvað segir mér að ef bankinn minn færi að láta eingöngu enskumælandi í úthriningar færu viðvörunarbjöllur í gang.
Ef viðkomandi væri raunverulega að hringja frá bankanum okkar viðskiptum lokið.
Þykjast vera íslenskir bankastarfsmenn í síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2023 | 13:07
Dregur úr hvata til umhverfisvæns aksturs
Kílómetragjald í stað álags á eldsneyti dregur úr hvata til umhverfisvæns aksturs bensín og díselbíla. Aksturslag hefur talsverð áhrif á eyðslu bíla og þar með þá mengun sem þeir valda.
Dekkjaslit minnkar líka með umhverfisvænum akstri en samkvæmt nýlegum rannsóknum er það ein skaðlegast mengunin af umferðinni.
Kílómetragjald leggst fyrr á rafmagnsbílaeigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)