Færsluflokkur: Lífstíll

Óútskýrður launamunur?

 

"Fallist var á með konunni að verkið hefði verið ofvaxið líkamlegu atgervi hennar. "

Er hér komin skýring á hluta af óutskýrðum launamun kynjanna? Hefði Byko sparað sér 5,6 milljónir og forðað starfsmanni frá líkamlegu tjóni og örorku ef hitt kynið hefði verið við störf?

Áhugaverð pæling.


mbl.is Fær 5,6 milljónir í bætur vegna slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellilaunin

Er ekki líklegast að sú gamla hafi viljað halda áfram að fá ellilaun hinna. Það er jafn dýrt að reka húsnæðið þó það búi bara einn í því.

Annars er með ólíkindum hvað það virðist vera algeingt úti í heima að lík séu geymd árum saman heima. þetta er ekki fyrsta og ekki önnur fréttin þessa efnis á árinu.


mbl.is Geymdi lík systkina sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hóta er ekki það sama og gera.

Þessi fyrir sögn er ekki í samræmi við fréttina. Þar segir að þjófurinn hafi hótað að hringja í lögregluna. Ekki að hann hafi gert það.

Alltaf hvimleitt þegar fyrirsagnir eru teknar úr samhengi við fréttina sem þeim er ætlað að fá fólk til að lesa.


mbl.is Þjófurinn hringdi sjálfur á lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn?

Það verður náttúrulega að segjast eins og er að þetta var hvorki rétti staðurinn né stundin til að leika sér á bíl. Inn á skólalóð á skólatíma eftir að skóli er byrjaður. Dómgreindarleysið algert og iðrunin sjálfsagt engin. Alvarlegt mál og kemur sér illa fyrir alla sportbílaeigendur.

Hitt er ekki síður alvarlegt að þegar snjóar og hálkan gerir vart við sig byrja tugir ef ekki hundruð ökumanna að þenja fáka sína svo syngur og hvín í. Það sem verra er að þá eru þeir margir á nagladekkjum sem geta þeyst úr dekkjunum á ógnar hraða í hvað sem fyrir verður. Það er ekkert grín að sjá hvernig sumir ökumenn, örugglega einhverjir þeirra hneykslast á óafsakanlegu framferði piltanna hér, láta þegar þeir eru að reyna að komast af stað í hálku. Þá er bíltíkin þanin í botni þannig að dekkin missa allt sitt litla grip (sama og strákarnir gerðu), naglarnir látnir krafsa í malbikið og rífa það upp og þeyta útundan bílnum. Þeir ökumenn sem svona haga sér í vetraumferðinni eru nú ekki mikið að spá í hvort einhver, fullorðinn eða börn, eru í námunda við bílinn. Það er svo alveg undir hælinn lagt hvort ökumaður er viðbúinn þegar dekkin ná í auða jörð og fá gott grip.

Þessar aðfarir hafa sennilega flestir ef ekki allir bloggarar séð en engann hef ég séð skrifa neitt um það. Af hverju ekki? Hver er munurinn? Geta menn kanski séð sjálfa sig í annari aðstöðunni en ekki hinni?

 

Mér svona datt þetta í hug.

 


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámarks bjartsýni.

Mikið svakalega hefur "brúðurin" verið bjartsýn að halda að dæmið gengi upp þegar karl kæmist að hinu sanna.

Að reikna með að bóndagarminum væri slétt sama hvort "eiginkonan" væri karl eða kona er svo ótrúlegt að það hlýtur að vanta einhverjar blaðsíður ef ekki heilu kaflana í toppstykkið.

Svo veit maður ekki nema "hún" hafi verið á leið í kynskiptiaðgerð sem hafi bara dregist eitthvað að ljúka.


mbl.is Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband