12.2.2024 | 14:09
Ótrúleg nákvæmni í verðmati.
Það er með olíkindum að 95% af brunabótamati sé akkúrat það sama og kaupverð íbúðarinnar hjá þessu unga fólki. Það hlýtur samt að vera ef mismunur þess sem þau hafa lagt út fyrir íbúðina ásamt endurbótum og bótanna er þessi milljón sem þau hafa lagt í endurbæturnar. Þá er eins og fram kemur ekki verið að meta mikla eigin vinnu til fjár sem væri örugglega talsverð upphæð ef hún hefði verið aðkeypt.
![]() |
Hvar á maður að kaupa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2024 | 01:25
Frjálslega farið með.
Þó Trump sé ólíkindatól þá finnst mér gæta ónákvæmni þegar ummæli hans eru útfærð sem hann hvetji rússa til árása á nató þjóðir.
Í fyrsta lagi þá er hann eingöngu að tala um þær þjóðir sem ætla öðrum að greiða fyrir varnir sínar. Svo er hitt að hann segir að ef rússar, eða aðrir, ráðast á þjóðir sem ekki hafa tekið þátt í sameiginlegum kostnaði þá sé honum slétt sama hvað þeir geri. Ameríku komi það ekki við.
Við þekkjum þetta öll vel hér t.d. hjá tryggingarfélögunum. Maður búinn að vera með innbústryggingu áratugum saman hjá sínu tryggingafélagi en greiðir af óskilgreindum ástæðum ekki iðgjaldið eitt árið þá er viðkomandi félagi slétt sama hvað innbrotsþjófur gerir ef hann brýst inn það árið. Félagið kemur þér ekki til hjálpar en það er ekki þar með sagt að tryggigafélagið sé að hvetja til innbrota hjá þér.
![]() |
Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2024 | 00:39
Rökréttara að nota fasteignamat
Þar sem ekki stendur til að greiða styrki eða bætur til eigenda vegna endurbygginar eða viðgeða á þessum húsum heldur hreinlega kaupa þær er rökréttara að miða við fasteignamat.
Fasteignamatið á að endurspegla virði húsnæðis á markaði hverju sinni sem ætti að vera nær þeirri upphæð sem viðkomandi greiddi fyrir eignina við kaup.
Brunabótamatið á að endurspegla kostnað við byggingu sambærilegs húss og tekur ekki tillit til gæða vegna staðsetningar eða andvirði lóðar.
Það væri upplýsandi að fá að heyra rökin fyrir þeirri ákvörðun að notast við brunabótamatið en ekki fasteignamatið.
![]() |
Grindvíkingar gera athugasemdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2024 | 18:47
Virðingarleysi.
Miðað við nýjustu fréttir ætti að banna blðamönnum RÚV öðrum fremur alla að komu að Grindavík.
Það er vægast sagt ósemkklegt að gera sér fréttamat með myndum og viðtölum við fólk sem er í kapphlaupi við tímann að bjarga eigum sínum. Get ekki ímyndað mér að það sé að þeirra ósk að rekinn sé hljóðnemi í andlitið á því og það beðið svara um hvernig því líði þegar það er með búslóðina í opnum kerrum og birta fyrir alþjóð. Þessar upplýsingar er hægt að fá miklu betri í viðtölum í betra tómi annars staðar. En það er sennilega ekki eins spennandi efni því mörg okkar þrífumst á óförum annara.
![]() |
Blaðamannafélagið stefnir ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 18:17
Fjárlög
Það eru árlega samþykkt á alþing lög um útgjöld ríkisins. Það hefur engin stofnun ríkisins heimild tila að fara útfyrir sinn ramma fjárlaga því það er eingöngu alþingi sem hefur heimild til að ráðstafa fé úr ríkissjóði. Gildir þá einu hvort önnur lög segi til um að að einhver stofnun eigi að sinna þessu eða hinu sem krefjist meira fjármagns en ætlað er í fjárlögum hverju sinni.
Það eru til dómafordæmi um ávítur eða brottrekstur forstöðumanns rískistofnunar sem taldi það lagaskyldu sína að sinna skjólstæðingum sínum þótt það krefðist meira fjarmagns en alþingi vildi setja í málaflokkinn.
Það sýnir sig að það gengur engan vegin upp að hægt sé að dæla fé úr ríkissjóði á grundvelli laga eða túlkunar á lögum sem byggðu á allt öðrum forsendum en nú eru uppi. Útlendingastofnun verður, eins og aðrar stofnanir, að halda sig innan þeirra fjárlaga sem ætlaðar eru í málaflokkinn. Ef ásóknin er meiri verður að herða skylyrðin eða sækja um hærri fjárveitingar til alþingis. Það er ekki hlutverk einstakra stofnana eða starfsmanna þeirra að ráðstafa fjármunum ríkisins, gildir einu hvort málefnið sé göfugt eða að hægt sé að tala um siðferðilega skyldu. Það var hvort tveggja undir í áðurnefndu dómafordæmi.
![]() |
Hömlulaus útgjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 17:50
Framtíðin í Grindavík.
Það má gera ráð fyrir að yfirvöld vilji vita hverjir eru inná hættusvæðinu hverju sinni og því einfaldara fyrir þau að það séu sömu aðilar allann daginn en mönnum ekki skipt út á kannski hálftíma fresti. Samt einfaldara að breyta nafnaskráningunni en flytja vörurnar á milli bíla. Ef neyðarástand kæmi upp gæti hinsvegar einhver smá misskilningur haft alverlegar afleiðingar. En að amast við farmflutning milli bíla er á engan hátt á gráu svæði varðandi öryggisþáttinn.
Ef spár visindamanna um að saga jarðhræringa á Reykjanesskaganum endurtaki sig má gera ráð fyrir að eftir 10 til 20 ár verði mun öruggara að búa í Grindavik en t.d. í Hafnarfirði þvi jarðhræringarnar með tilheyrandi gosum næstu 50-200 árin færi sig austur á bóginn.
![]() |
Gott dæmi um fáránleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2024 | 02:17
Svo bregðast krosstré sem önnur tré
"segir Árni að tveir bílar hafi skollið saman og einn af þeim oltið á hliðina."
Ekki mjög smekklegt hjá Mogganum að láta svona frá sér.
![]() |
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2024 | 13:27
Aðeins of langt gengið.
Það er vissulega full ástæða tila að vera á varðbergi gagnvart peningaþvætti eins og ég geri ráð fyrir að sé ástæaðan fyrir þessum takmörkunum. En er þetta ekki aðeins of langt gengið. Sé ekki fyrir mér að þeir sem eru að stunda peningaþvætti séu að dunda sér með einhverja þúsundkalla. Það hljóta að vera mun hærri upphæðir í spilunum þó vissulega geri margt smátt eitt stórt.
Svo er hinn möguleikinn að Landsbankinn sem er enn með nokkur útibú þar sem hægt er að fá þjónustu sé að reyna að forðast að lenda í því að vera að þjónusta viðskiptavini Arion banka sem er búinn að loka flestum ef ekki öllum útibúum sínum nema einu.
En starf gjalkera í banka virðist heyra sögunni til. Fór í eitt útibúa Landsbankans um daginn og þar fékkst ekki nokkur maður til að taka við peningum sem greiðslu. Var vísað á ATM róbót með allt sem hét seðlar. En þá þarf maður að eiga plastkort sem bankarnir, allir nema Indó, rukka fúlgur fjár fyrir skaffa sínum viðskiptavinum. Við erum að tala um milljarða á hverju ári í allskonar þjónustugjöldum hjá örþjóð.
![]() |
Nú, eruð þið ekki með íslenska peninga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2024 | 22:39
En hvað með starfandi blaðamenn.
Það er nú gott og blessað að eldri blaðamenn, væntanlega fyrrverandi blaðamenn, sjái að félagið þurfi forsvarsmenn með hreinan skjöld.
En hvað er að frétta af starfandi blaðamönnum? Þeim sem flytja okkur fréttir i dag. Er orðspor þeirra sjálfra þannig að þeim sé slétt sama undir hvernig merkjum þeir starfa? Hvenær segja þeir skilið við félagið eða skilja stjórnina frá félaginu?
Sá einhvers staðar að Sigríður var að afsaka sig með að eiginmaður hennar ætti félagið í dag. Minnist þess ekki að hún hafi gert mikinn greinarmun á því hvort Sigmundur eða frúin hafi átt Wintris hérna um árið. Félag sem hvers eignir voru allar taldar fram á skattframtali þótt þær hafi ekki ratað í rétta dálka hjá endurskoðanda.
![]() |
Rufu áratuga hefð Styðja Hjálmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2024 | 11:13
Hver sat hvar?
Það þarf nú aðeins að yfirfara þennan texta.
![]() |
Eiginmaðurinn neitaði að skipta um sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)