Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þarf að vera málefnleg gagnrýni

"

Er fólki óhætt að tjá sig um störf Hæsta­rétt­ar með meira af­ger­andi hætti en hingað til hef­ur tíðkast?

„Já ég myndi vona að það væri. Að því leyti er kannski gott að hann fór í þetta mál. Hann hef­ur þá stuðlað að því að hvetja menn til dáða að gagn­rýna rétt­inn.“"

Vona að þetta verði ekki til að opna gáttir "virkra í athugasemdum" fyrir almennt skítkast í garð réttarins, eins og alltof mörgum þeirra hættir til. Sérstaklega þegar dómsniðurstaða er ekki að þeirra skapi.

Það er ekki á allra færi að koma fram með eins vel rökstudda og málefnalega gagnrýni og Jón hefur stundað. Slík gagnrýni veitir aðhald sem á stundum virðist virkilega vera þörf fyrir.

Þó Jón nefni það hér þá virðist hann ekki undrast það jafn mikið og ég hvers vegna mér er gert að taka þátt í að greiða málskostnað í svona einkamáli. Hver eru rökin fyrir því? Málsaðilar eru borgunarmenn fyrir þessum kostnaði og þurfa ekki ríkisaðstoð.

 


mbl.is „Hljóta að vera alvarleg tíðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn nema Alþingi sjálft.

Aþingi er ekki sjálft hafið yfir þau lög sem það sjálft setur.

Því ber að fara að lögum eins og aðrir, þó það njóti þeirrar sérstöðu að geta hreinlega breytt lögunum.

En þá þarf að gera það áður en farið er gegn þeim.

Ekki mjög flókið að skilja fyrir flesta.


mbl.is „Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styður samt til formanns flokksins mann sem deilir ekki kjörum með þjóð sinni.

Alveg er hann óþolandi þessi tvískinungur hjá mörgum pólitíkusum. Katrín hneykslast á og kredfst afsagnar fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að vera girtur konu sem á eingir í svokölluðu skattaskjóli, þó flest bendi til að skattar hafi verið greiddir af þeim eignum.

Núna styður hún til formanns í sínum flokki, mann sem á eiginkonu sem rakað til sín fjármunum í skattaksjól í formi gerfiverktöku. Mann sem býr í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk.


mbl.is Í allt öðrum veruleika en venjulegt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gálgahúmor..

....finnst mér viðeigandi nafn á þetta athæfi þeirra. Þó vissulega megi flokka þetta sem brandara þegar þú veist hið sanna í málinu þá fer ekki milli mála að einhverja von höfðu þeir um að haf fé út úr þessu. Þetta hefur ekki verið sent óvart í Moggann eins og "leki" þingmannsins fyrrverandi hérna um daginn með framsóknarbréfið.

 


mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími ofurlauna liðinn

Er það ekki komin almenn samstaða þjóðarinnar um að tími ofurlauna sé liðinn.

Persónulega finnst mér óeðlilegt að forstöðumenn ríkisstofnana séu með hærri laun en forsætisráðherra.

Þeta var réttlætt með því að annars færu menn yfir í einkageirann en það er nú tæplega margar lausar stöður þar núna.

Það þarf að endurskoða öll laun yfir 800.000 á mánuði og þá sérstaklega hvort ekki meigi leggja stöðuna niður. Það hefur sýnt sig að þessir hálaunamenn geta oftast horfið fyrirvaralaust úr starfi án þess að mikið gerist. Annað með láglaunafólkið sem þarf að vinna sinn uppsagnarfrest meðan verið er að finna staðgengil.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri ef Vigdís leysti Ólaf af?

Væri það ekki góð hugmynd, þótt óraunhæf sé, að fá nánast óumdeilt sameiningartákn fyrir þjóðina aftur í þetta embætti.

Það hefur sýnt sig hvað það er óheppilegt þegar umdeildir pólutíkusar eru valdir í stöður sem friður og traust þarf að ríkja um. Vonandi ber þjóðin gæfu til að breyta því í framtíðinni.

Einn liður í þvi væri að kjósandinn gæti kosið einstaklinga af öllum listum sem í framboði væru. Ef menn væru fyllilega sáttir við "sinn flokk" gætu þeir bara sett eitt x við flokkslistann en hinir gætu númerað einstaklingana á öllum listunum.

Það gerði það erfiðara fyrir flokkana að setja "sinn mann" í opinberar stöður þvi hann gæti þess vegna verið með mikinn stuðning frá annara flokka kjósendum, ef svo má orða það.

Svop finnst mér góð þessi hugmynd sem Vilmundur heitinn var að leggja til, að forsætisráðherra væri kosinn beinni kosningu og veldi sér væntanlega faglega ráðherra. Ameríska kerfið eins og sumir kalla það. Það yrði til að breyta aftur alþingi í  löggjafastofnun.

Eins og þetta er núna virkar alþingi eins og "stimildeild" fyrir ríkisstjórnina. Ekki ósvipað og þegar við almúginn erum að senda ýmsa pappíar í þinglýsingu. Ef mikið liggur á getum við beðið um flýtimeðferð þar svipað og ríkistjórnin gerir við alþingi.

Það er ekki einleikið hvað það kemur mikið af gölluðum lögum frá alþingi.


mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Hvernig í veröldinni er hægt að bera við bankaleynd og neita kjörnum fulltrúum ábyrgðaraðila um upplýsingar. Þeir sem ábyrgðina bera eiga kröfu á því að fá allar upplýsingar í hendurnar. Í það minnsta kjörnir fulltrúar þeirra.

Það hlýtur að rúmast innan laga um bankaleynd að sá sem ábyrgð ber á rekstri banka eigi aðgang að upplýsingum um starfsemi bankans hvernig reglum hefur verið fylgt í starfsemi hans.

Ef það er ekki svo þá verður að setja lög í hasti sem afnema allt sem heitir bankaleynd gömlu bankanna. Annars veða þessi mál aldrei rannsökuð.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgangur almennings að fjölmiðlum.

Þetta er gott dæmi um hve varasamt það getur verið að birta nöfn einstaklinga í fréttum.

Núna hafa allir aðgang að útbreiddum fjölmiðlum og geta skrifað hvað sem er. Það er ljóst að það ekki hafa allir bloggarar þann þroska sem æskilegt væri til að setja fram texta þar sem almenningur, þar með talið börn og unglingar, hafa greiðan aðgang að honum.

Nafnabirting hefur alltaf verið umdeild enda getur hún haft alvarlegar afleiðingar. Enn alvarlegri þegar miskilningur er á ferðinni og blásaklausir þurfa að gjalda fyrir.

Frelsi getur verið vandmeðfarið.


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Ég fæ nú ekki séð að það hafi verið rofin bankaleynd þegar ábyrgðaraðilar bankanna eru upplýstir um hvernig stðið hefur verið að málum í bankanum.

Það er eins og Birna geri sér ekki grein fyrir að almenningi hefur verið gert a taka á sig ábyrgð fyrir hina föllnu banka. Ábyrgðarmenn hljóta að eiga heimtingu á að vita á hvað gjörningum þeir eru að taka ábyrgð. Reyndar hefð það verið sjálfsögð kurteysi að fá samþykki þeirra fyrirfram en það er víst of seint íþessu tilfelli sem við stöndum frammi fyrir núna.

Það má nú reyndar líka segja að úr því að ekki vannst tími til að fá samþykki ábyrgðarmannana fyrirfram hefði það verið næsti kostur að fá samþykki eftirá það var reyndar heldur ekki gert.

En að halda því fram að bankaleynd hafi verið brotinn þegar fjárhagslegir ábyrgðarmenn bankanna fá upplýsingar um hvað þeir eru að borga fyrir um leið og þeim er sendur reikningurinn er svolítið langsótt að mínu áliti.

Þetta skýtur hinsvegar stoðum undir þá skoðun að ófært sé að stjórar nýju bankanna komi úr efstu lögum gömlu bankanna.

Þar sem við skattgreiðendur erum líkaábyrgðarmenn nýju bankanna er eins gott fyrir okkur að fygjast vel með þegar æðsti stjórnandi bankans er ekki betur með á nótunum en svo að hún verður ekki vör við á annað hundraðmilljónkrónu skekkju á eigin reikningi.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbirnir

Mikið var það nú gott að þessir menn komust að skynsamlegri niðurstöðu í stóra ísbjarnarmálinu.

Ég skrifaði einhversn tíman hér á mogga blogginu að ísbjarnarstofninum stafaði sennilega meiri hætta af umhverfisáhrifum björgunaraðgerða en því að einn og einn björn yrði felldur hér.

Því til viðbótar er staðan orðin þannig í dag að ólíklegt er að Björgúlfur Thor greiði fleiri björgunarleiðangra.


mbl.is Óhætt að skjóta hvítabirni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband