Lífeyrissjóðirnir eru eignalausir

Það er augljóst af ummælum Þórdísar Kolbrúnar að hún skilur ekki hver munurinn er á bönkunum og lifeyrissjóðum. Bankarnir eiga eignir umfram skuldir og það er enginn skyldaður til að eiga banka.

Lífeyrissjóðirnir eiga ekki þá fjármuni sem þeir eru að höndla með. Þeir eru eign sjóðsfélaga sem hafa ekkert val um hvort þeir vilja vera með eða ekki. Þeir eru lagalega skyldugir til að greiða í sjóðina. Sjóðunum er skylt að varðveita og ávaxta það fé eftir bestu getu og endurgreiða eigendum eftir fyrirfram samþykktum lögum og reglum.

Á sama hátt, en með ólíkum forsendum þó, eru rekstraraðilar velflestir skyldugir til að innheimta fyrir ríkissjóð t.d. virðisaukaskatt. Þeir hafa ekkert val um það en hafa enga heimild til að ráðstafa því fé nema aftur til ríksissjóðs.

Það væri miklu nær fyrir Þódísi Kolbrúnu, sem yfirumsjónarmanns ríkisfjár að fara fram á það við rekstraðila á Reykjanesi að þeir ráðstafi því vörslufé sem þeir hafa undir höndum til einstakra Grindvíkinga en að ætlast til þess að stjórnir lífeyrissjóða ráðstafi því vörslufé sem þeir hafa undir höndum á sama hátt.

Það vörslufé sem rekstraraðilar hafa undir höndum er eign ríkissjóðs en það vörslufé sem lífeyrirsjóirnir hafa er eign einstaklinga sem vel flestir eru ekki aflögufærir. Það á nú alveg sérstaklega við varðandi Grindavík því stærstur hluti húsnæðislánanna þar er hjá lífeyrissjóðum tekjulægsta fólksins á landinu. Það væri stórmannlegra af Þórdísi að berjast fyrir að þessar greiðslur sem hún ætlar almennum ellilífeyrisþegum að bera yrðu frekat teknar sem skeðing á eftirlaunum alþingismanna og ráðherra. Þar er frekar borð fyrir báru.


mbl.is Efast um getu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærsti munurinn á bönkum og lífeyrissjóðum sem lánveitendum er að bankar lána aldrei annarra manna fé heldur "prenta" lánsféð þegar útlán er veitt, en hverri einustu krónu sem lífeyrissjóðir lána þurfti einhver að vinna fyrir og leggja inn í sjóðinn áður en hægt var að lána hana öðrum. Þess vegna getur banki hæglega fellt niður lán þegar þörf krefur, því hann þurfti aldrei að leggja út neinn pening til að búa það til í upphafi. Ef lífeyrissjóður gerði það sama gæti hann ekki skilað fénu til eiganda þess þegar hann hefur lokið starfsævinni.

Þessi "prentun" sem á sér stað þegar bankar búa til útlán verður að innláni einhvers annars og eykur þannig peningamagn í umferð, sem veldur verðbólgu. Aftur á móti gerist ekkert slíkt þegar lífeyrissjóður veitir lán. Þess vegna væri besta leiðin til að berjast gegn verðbólgu að taka prentunarvaldið af bönkum og skylda þá til að lána eigið fé sitt. Sú næstbesta er að allir sem taka húsnæðislán sniðgangi bankana og taki í staðinn lán hjá lífeyrissjóðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2024 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband