Færsluflokkur: Sjónvarp

Mótorhjólastökk

Eiríkur Hreinn, yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla Ríkisins bloggar um mótorhjálastökkið fyrir norðan sem var í fréttunm í gær.  sjá: http://eirikurhreinn.blog.is/blog/eirikurhreinn/entry/591661/#comments

 

Þó ég geti að mörgu leiti verið sammála honum um þetta mál þá er það samt mjög óheppilegt að maður í hans stöðu hafi þetta neikvæð viðhorf til þessarar íþróttagreinar.

Held að það sé einmitt vegna aðstöðuleysis sem þeir eru út um allt og allstaðar, öllum til ama og slysahættan meiri.

Það fylgir öllum íþróttagreinum áhætta og slys. Hvað er það annað en fífldirfska að fara í heljarstökk í fimleikum, stökkva á skíðum, skíða niður brattar brekkur á talsvet meiri hraða en leifður er hér á bíl á tvíbreiðum akgreinum við bestu aðstæður. Að maður minnist nú ekki á fótboltann. Man nú bara ekki eftir þeirri viku að ekki séu fréttir af einhverjum meiðslum í þeim geira.

Bjánlegastar eru þó lyftingarnar. Þar eru menn að afskræma líkamann til að geta lyft þyngdum sem líkaminn er ekki gerður til að bera. Málið með lyftingararnar er að þær þjóna engum tilgangi öðrum en egói viðkomandi. Það dettur samt engum í hug að banna þær.

Allar hinar íþróttagreinarnar sem ég nefndi og þar á meðal mótorhjólastökið er gaman að horfa á og geta þess vegna haft listrænt gildi líka.

Máið er að þennan pistil gæti hann að breyttu breitanda skrifað um nær allar aðrar íþróttagreinar. Undanskil þó skák, bridge, og aðrar slíkar sem lítt gleðja auga áhorfandans.

Með þetta viðhof sem hann hefur nær lögreglan ekki sambandi við þá sem þetta stunda en það er einmitt mjög mikilvægt að þarna á milli sé gott samband vegna þess að þetta eru stórhættuleg tæki sem þeir eru með í höndunum ef þeim er ranglega beitt.

Sterkasta vopnið sem sem lögreglan getur fengið í erfiðum uppákomum er ekki rafbyssa eða kylfa heldur virðing almennings. Hana fær lögreglan ekki með aukafjárveitingu á fjárlögum heldur verður hún að ávinna sér hana.

Það gera þeir ekki með neikvæðni og dylgjum. Það er margsannað að íþróttir geta haldið ungu fólki frá vandræðum. Einkum á það við um einstaklingsíþróttir og það er alveg á hreinu að þeir peningar sem þessir strákar og stelpur eyða í mótorhjólin sín og bensín á þau, fara ekki í eiturlyf og áfengi.

Ef lögreglan er jákvæð gagnvart því sem ungt fólk er að gera eru allar líkur á að ungt fólk verði jákvætt gagnvart lögreglunni það eitt og sér er ómetanlegt fyrir bæði lögregluna sjálfa og almenna borgara. 

Ef gagnkvæmt traust ríkti milli lögreglu og svona hópa væri líklegra að þeir leituðu aðstoðar  þegar svona uppkomur væru. Miðað við hvað mér finnst þetta hættulegt atriði hefði ég kosið að sjá sjúkrabíl á staðnum áður en stökkið fór fram. Ég leyfi mér að fullyrða að sá kostnaður hefði skilað sér síðar þó ekkert slys hefði orðið.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband