Engar hækkanir hjá IKEA

Fljótt á litið er þetta til mikillar fyrirmyndar. Engar hækkanir þrátt fyrir 30% gengisfall. 

Svo fer maður að pæla, af hverju gera aðri þetta ekki líka? Svo fer maður að hugsa lengra spá í hvernig þetta sé hægt. Hver var eiginlega álagningin áður en gengið féll. Þar sem alvöru samkeppni er, er ekki hægt að vera með það háa álagningu að hægt sé að taka ásig 30% hækkun á innkaupsverði held ég.

Þá fer maður að rifja upp, var ekki Ikea á Íslandi dýrsta Ikea verslunin í Evrópu?

Ég hélt að þetta væri bara hægt í fatabransanum, þar er álagningi upp í skýunum eins og sést best á því að það er endlaust verið að bjóða vöru á 40-70% afslætti.


mbl.is „Engin ástæða til að hækka strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eftir að hafa séð vörur í IKEA og Rúmfatalagernum, nákvæmlega eins, framleiddar í Tælandi og seldar á mörkuðum fyrir 50kr ISK, en í IKEA og Rúmfatalagernum eru sömu vörur líklegast keyptar af heildsölum fyrir miklu minna verð en 50kr ISK en seldar fyrir 2990 ISK. Hvað er þetta mikil álagning í prósentum, VSK er greiddur út frá innflutningsverði, já ég held að þeir þurfi ekkert að hækka sig til að halda áfram að moka inn peningum....keypti nákvæmlega sömu dyramottu í Rúmfatalagernum í íbúðina sem ég bý í hér í Reykjavík, og dyramottuna sem ég keypti á útimarkaði í hús sem ég á út í Tælandi.....hressileg álagning...30 feta gámur kostar með hvaða dóti sem er, 300.000.- komin í höfn frá Bangkok til Reykjavíkur...  

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Landfari

Þetta er geypileg hækkun. VSK er að vísu alltaf greiddur af endanlegu söluverði til ríkisins en það breytir því ekki að þetta er hressileg álagning þó auðvitað sé umtaslvert meiri kostnaður við rekstur á verslun hér en útimarkaði í Tælandi.

En þetta er akkúrat málið sem ég var að vekja athygli á. Til að hægt sé að halda sama verði við 30% gengisfellingu hýtur álagningi í upphafi að hafa verið óeðlilega há.

Landfari, 4.4.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband