Loksins

Ég segi nú bara mikið var að farið var að mótmæla við rétta aðila.

Almenningur hefur engan þátt átt í þessari hækkun sem orðið hefur á eldsneytisverði. Samt héfur hann helst orðiið fyrir barðinu á þessum mótmælum hingað til. Olíufélögin eiga ekki stóran þátt en samt einhvern því þeirra álagning hefur hækkað í krónum talið og jafnvel líka í prósentum ef farið er nokkur ár aftur í tíman ef ég man rétt, haft eftir FÍB.

Hitt er annað að við verðum að fara að búa okkur undir að olíverð verði hátt til framtíðar. Það virðast allir helstu spekingar vera sammála því. Það sem við þurfum að gera er að taka rafbíla eða aðra umhverfisvænni bíla í notkun í meira mæli.

Held að á flestum heimilum í dag séu orðið tveir bílar ef miða má við fjölda bíla í landinu. Annar þeirra gæti í nær öllum tilfelum verið rafmagns eða metan bíll.

Áhrifaríkustu aðferðir við að mótmæla háu vöruverði er að hætta að kaupa hana eða draga sem mest úr kaupum.


mbl.is Loka fyrir umferð olíubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að við verðum að búa okkur undir að ekki bara olíuverð, heldur verð á öllum vörum, lífsnauðsynlegum sem lúxus, fari hækkandi á næstu árum. Ég held að mesta velmektin sé að baki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Landfari

Það er viðbúið að eftir því sem velmegun eykst í austurlöndum, hættir fólk þar að vinna launalaust eða lítið við framleiðslu á dóti fyrir okkur á vesturlöndum, þá hækkar verð á vörum framleiddum þar.

Landfari, 16.4.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband