Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Óútskýrður launamunur?

 

"Fallist var á með konunni að verkið hefði verið ofvaxið líkamlegu atgervi hennar. "

Er hér komin skýring á hluta af óutskýrðum launamun kynjanna? Hefði Byko sparað sér 5,6 milljónir og forðað starfsmanni frá líkamlegu tjóni og örorku ef hitt kynið hefði verið við störf?

Áhugaverð pæling.


mbl.is Fær 5,6 milljónir í bætur vegna slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet?

Er þetta ekki heimsmet, allavega miðað við höfðatölu.

Ísland, stórasta land í heimi. !!!


mbl.is Segir skuldir Jóns Ásgeirs yfir 1.000 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Mikið er nú gaman að það slæðast með góðar fréttir innan um fréttir af uppsögnum gjaldþrotum morðum og slysum.

Nú veit ég ekki hvort það er ímyndun í mér en mér finnst ég lesa á milli línanna að ekki hafi þurft á tækinu að halda til lífgunar frá því það var gefið árið 2005. Miðað við árangurinn virðast menn samt ekki hafa slegið slöku við að halda sé í þjálfun með notkunina og er það vel.

Enn ein sönnun þess hve mikilvægt það er að hafa góða og vel þjálfaða lögreglu, okkur almennum borgurum til halds og traust og hversu fádæma ósvífið og heimskt það er að veitast að þeim við skyldustörf.


mbl.is Hjartastuðtæki og skjót viðbrögð björguðu mannslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting Hannesar

Í fréttatilkynningu Hannesar vegna greinar Agnesar í Mogganum virðist mér koma fram staðfesting á að þessi millifærsla hafi átt sér stað.

Munurinn er að Vilhjálmur taldi hana ólöglega en endurskoðandinn löglega. Þess vegna segir endurskoðandinn að engin slík (les: ólögleg) millifærsla hafi átt sér stað.


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ekki neitt.

Hvað ætli hafi farið margar vinnusundir í það heila tekið, hjá bloggurum, að skrifa og lesa um mál eða frétt sem var svo ekki neitt þegar upp er staðið.

Menn eru, að því er virðist, tilbúnir til að trú öllu slæmu um þessa útlendigastofnun án umhugsunar. Held að þar sé unnið erfitt og vanþakklátt starf.

Það þarf að sannreyna allt sem þessir umsækendur segja og svo virðist að oftar en ekki er helmingurinn lygi. Mani skilst að þessi sem var sóttur út aftur hafi nú ekki skýrt satt og rétt frá öllu í fyrstu atrennu.


mbl.is Brottvísun aldrei staðið til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru sanngjarnar bætur?

Þær hugmyndir sem nefndar eru í þessum drögum um bætur eru miðaðar við það sem Hæstiréttur hefur verið að dæma í svipuðum málum.

Hvað réttlætir að aðilar sem eru með löngu fyrndar kröfur eigi að fá hærri bætur en þeir sem eiga lögmætar kröfur um bætur? Þegar þetta kom fram upphaflega var tiltekið að þeir væru fyrst og fremst að fara framá að þessi mistök væru viðurkennd og afsökunarbeiðni.

Ef nú á að fara að gera þetta að einhverri féþúfu sem mér finnst það lykta aðeins af ef krafan er um 20 til 35 millur á mann fer samúð mín minnkandi. Hvar á að setja mörkin. Það var nú ekki farið mjúkum höndum um öll börn sem send voru í sveit á sínum tíma. Flest lentu vonandi hjá góðu fólki en einhver hafa mátt þola eitthvert harðræði ef að líkum lætur. Eiga þau þá rétt á einhverjum þúsundköllum. Ekki sambærilegt náttúrulega en hvar eru mörkin.

Sá skaði sem þessir menn hafa orðið fyrir verður ekki bættur með fé. Það er hinsvegar sjálfsagt mál að þessir menn fái þá aðstoð sem þeir þurfa og vilja þyggja til að komast yfir þetta tímabil að svo miklu leiti sem það er á annað borð hægt. Það er held ég ljóst að þessi umræða sem opnaðist um þetta mál hefur hjálpað einhverjum þeirra þó manni skiljist að ekki hafi hún gagnast öllum.

Það er nokkuð ljóst að það verður ekki hægt að bjóða öllum sem borið hafa skarðan hlut af samkiptum sínum við ríkið fébætur. Að fara að greiða einhverjum útvöldum hóp tugmilljónir en öðrum lítið eða ekkert kemur bara til með að valda úlfúðog sárindum. Það er hætt við að það sem gerðist á Breiðavík hafi gerst líka annars staðar þótt ekki hafi hátt farið. Þess vegna finnst mér það ekki rétt að setja einhver sérstök lög um Breiðavík sem ná ekki til annara. Misnotkun er misnotkun, sama hvort hún á sér stað á Breiðavík eða annars staðar.


mbl.is Vonbrigði að fá ekki nauðsynlegt svigrúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Verða þessi vinnubrögð skoðunarmanna fjórðungssambansins ekki að teljast til fyrirmyndar öðrum skoðunarmönnum? Það má nokkuð ljóst vera að þeir hafi farið vel yfir reikninga sambandsins

Það falla sumir í þá freistni að telja útseldan taxta lögmanna tímakaup þeirra sjálfra en slíkt er þvílík fyrra að engu tali tekur. Breytir þar engu þó Þráinn Bertelssson hafi gert sig sekan um svipaða hluti, í bakþönkum Féttablaðsins að mig minnir,  þegar han fór að reikna tímakaupið hjá manninum sem kom að gera við þvottavélina hans.

Það breytir því hinsvaegar ekki að 18.000.- (14.458.- án vsk.) er nokkuð vel í lagt og ekki að furða þó venjulegt launafólk telji sér ekki fært að fá sér lögfræðing þótt það telji á sér brotið.


mbl.is Lögmaður kostar álíka og skip í dýptarmælingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar

Hver eru rökin fyrir að veiða ekki hvali og nýta þær afurðir sem þeir gefa af sér?

1: Það skaðar ímynd Íslands í útlöndum.

2: Það fækkar ferðamönnum sem hingað koma.

3: Þær eru ekki arðbærar vegna þess að ekki er hægt að selja kjötið.

Þetta eru þær skýringar sem ég fæ helst þegar ég spyr þessarar spurningar. Frá mínum bæjardyrum séð má rekja þær allar til þess misskilnigs Grænfriðunga og annara að hvalir sem við veiðum séu í útrýmingarhættu.

Gallinn við vísindalegar rannsóknir er að niðurstaðan ræðst of oft af skoðun þess sem borgar fyrir rannsóknina. (Þetta er farið að verða eins og með lögfræðiálitin.)

Er það samt ekki staðreynd að þær tegundir sem við höfum verið að veiða eru ekki í úrýmingarhættu? Eru ekki allir sammála um það, sama hvort þeir eru með eða móti veiðum?


mbl.is Grænfriðungar segja að hvalkjöti verði hugsanlega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka afleiðingum gjörða sinna

Nú standa bankarnir frammi fyrir því að taka á sig herkostnaðinn við að reyna að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum.

Þeir kostuðu miklu til enda eftir nokkru að slægjast. En sem betur fer höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Það er nokkuð ljóst að mjög margir hefðu það betra núna ef bankarnir hefðu ekki farið inn á verksvið Íbúðalánajóðs.

Þá má segja að þeim sé þó nokkur vorkunn því Íbúðalánsjóður reyndi, þökk sé framsóknarflokknum, að taka yfir þann litla hluta sem bankarnir þó voru með, með því að hækka lánshlutfallið í 90%

Stærsti munurinn á íbúðalánum bankanna og Íbúðalanasjóðs var annars vegar að bankarnir lánuðu "íbúðalán" þó þú værir ekert að kaupa íbúð. Þú gast tekið "íbúðalán" til að fjármagna hreina neyslu eins og utanlandsferðir, sófasett, flatskjái, vélsleða eða bara hvað sem helst þú vildir eyða peningunum í. Með hækkandi íbúðaverði gastu farið oftar en einu sinni í bankann, hækkað veðskuldina á íbúðinni og labbað út með fullar hendur fjár. Freisting sem allt of margir féllu fyrir og sitja nú í skuldasúpunni.

Hjá Íbúðalánsjóði er hinsvegar algert skylyrði að þú sért að kaupa íbúð sem er aðhald sem landinn virðist þurfa. Vissulega gat hitt kerfið komið sér vel fyrir suma sem þurftu á að halda og lækkað vaxtakostnað af yfirdrætti til dæmis. Vandamálið er að hjá allt of mörgum safnaðist bara aftur upp yfirdráttur á tékkareiknignum.

Hinn stóri munurinn er að bankarnir, flestir allavega, áskildu sér rétt til að endurskoða vexti á fimm ára fresti og við sölu á íbúð til nýs kaupanda. Það skapar óvissu því "bara" 1% hækkun á vöxtum af svona stórum lánum sem íbúðalán yfirleitt eru getur kostað lántakanda háar fjárhæðir.

Þess utan hefur reynslan sýnt að ef eitthvað kemur uppá hjá fólki, veikindi, slys, atvinnumissir eða annað það sem áhrif getur haft á greiðslugetu fólks, þá er mun auðveldara að semja við íbúðalánasjóð en bankana.

Við sem eigum bankana viljum og þurfum að fá arð af okkar fjárfestingu og bankarnir geta ekki starfað sem einhver félagsmálasofnun þótt vissulega séu skyldur þeira við samfélagið miklar.

Ef þú skuldar milljón í bankanum, sem þú getur ekki greitt af, er það þitt vandamál. Hinsvegar ef þú skuldar miljarð, sem þú getur ekki greitt af, þá er það vandamál bankans.


mbl.is Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður leikur

Það lítur út fyrir að þessi leikur sjálfstæðismanna í stöðunni hafi verið sá besti fyrir Samfylkinguna.

Hef nú ekki trú á að það hafi verið tilgangurinn, en þessir borgarfultrúar sjálfstæðismanna eru að því er mér virðist búnir að spila rassinn úr buxunum eins og sagt var einu sinni. Hvernig á að vera hægt að treysta fólki aftur sem fer svona með þann trúnað sem því er sýndur.

Held að það verði vænlegst fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skipta út öllu þessu liði í næstu kosningum ef þá langar í alvöru fylgi. Ég skal ekki trúa því að Reykvíkingar láti þetta yfir sig ganga án þess að gera neitt í því. Ef þeir hinsvegar gera það þá eiga þeir ekki neitt betra skilið.


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband