Hvað eru sanngjarnar bætur?

Þær hugmyndir sem nefndar eru í þessum drögum um bætur eru miðaðar við það sem Hæstiréttur hefur verið að dæma í svipuðum málum.

Hvað réttlætir að aðilar sem eru með löngu fyrndar kröfur eigi að fá hærri bætur en þeir sem eiga lögmætar kröfur um bætur? Þegar þetta kom fram upphaflega var tiltekið að þeir væru fyrst og fremst að fara framá að þessi mistök væru viðurkennd og afsökunarbeiðni.

Ef nú á að fara að gera þetta að einhverri féþúfu sem mér finnst það lykta aðeins af ef krafan er um 20 til 35 millur á mann fer samúð mín minnkandi. Hvar á að setja mörkin. Það var nú ekki farið mjúkum höndum um öll börn sem send voru í sveit á sínum tíma. Flest lentu vonandi hjá góðu fólki en einhver hafa mátt þola eitthvert harðræði ef að líkum lætur. Eiga þau þá rétt á einhverjum þúsundköllum. Ekki sambærilegt náttúrulega en hvar eru mörkin.

Sá skaði sem þessir menn hafa orðið fyrir verður ekki bættur með fé. Það er hinsvegar sjálfsagt mál að þessir menn fái þá aðstoð sem þeir þurfa og vilja þyggja til að komast yfir þetta tímabil að svo miklu leiti sem það er á annað borð hægt. Það er held ég ljóst að þessi umræða sem opnaðist um þetta mál hefur hjálpað einhverjum þeirra þó manni skiljist að ekki hafi hún gagnast öllum.

Það er nokkuð ljóst að það verður ekki hægt að bjóða öllum sem borið hafa skarðan hlut af samkiptum sínum við ríkið fébætur. Að fara að greiða einhverjum útvöldum hóp tugmilljónir en öðrum lítið eða ekkert kemur bara til með að valda úlfúðog sárindum. Það er hætt við að það sem gerðist á Breiðavík hafi gerst líka annars staðar þótt ekki hafi hátt farið. Þess vegna finnst mér það ekki rétt að setja einhver sérstök lög um Breiðavík sem ná ekki til annara. Misnotkun er misnotkun, sama hvort hún á sér stað á Breiðavík eða annars staðar.


mbl.is Vonbrigði að fá ekki nauðsynlegt svigrúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau börn sem voru send á Breiðavík voru ekki send í sveit eins og önnur börn. Langt því frá.

Til Breiðavíkur voru drengir sendir nauðugir á einn afskektasta stað á

landinu. Teknir barnungir burt frá fjölskyldum sínum og settir á stað þar

sem þeir voru láttnir sæta gífurlegu harðræði.

Vinnan var mikil. Ætíð ógn annaðhvort frá öðrum vistmönnum og ekki síst

starfsfólki sem að bæði var uppvíst af því að kynferðismisnota þessa drengi

sem og að beita þá mikklu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Jafnvel læstir

niðrí fangaklefa og barðir til óbóta.

Þeir voru sveltir neitað um læknisþjónustu að mestu og menntun þeirra var

sama sem engin.

Einu samskiptin sem drengirnir fengu við fjölskildur sínar var í gegnum

bréf sem voru lesin og í síma sem ætíð var hleraður.

Þetta var allt gert af hálfu íslenska ríkisins.

Þó að einhverjir hafi verið sendir í sveit og þurft að vinna mikið,

hugsanlega orðið fyrir harðræði, þá var það ekki gert á sömu forsendum og

íslenska ríkið stóð ekki fyrir þeim vistunum.

Vissulega er misnotkun misnotkun hvort sem hún á sér stað á Breiðavík eða annarsstaðar. Því er réttast að íslenska ríkið kanni það rækilega hvar fólk hafi verið beitt misnotkun á vegum ríkisins.

Breiðavík virðist hinsvegar vera lang stærsta og alvarlegasta dæmið og af þeim sökum þykir mér það sjálfsagt að ríkið geri það mál sem og önnur svipuð upp með sóma en ekki tíköllum.

Grímur Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 03:13

2 Smámynd: Landfari

Ég er einmitt að tala um að það verði allt gert sem hægt er til að hjálpa þessum mönnum. Reynsla sýnir að það er ekki gert með þvíað henda í þá 10-20 milljónum. Eftir 3-5 ár er allt eins líklegt að þeir verði verr staddir en nú.

En er það sanngjarnt gagnvart öðrum sem lenda í misnotkn og harðræði að þeir fái fimm til tífaldar bætur á við aðra sem fá dæmdar bætur.

Það voru sumir krakkar sendir í sveit á vegum sömu barnarverndarnefnda og sendu þessa stráka á Breiðavík. Það hefur margt breyst í þjóðfélaginu á þessum áratugum sem liðnir eru. Sumir þeirra drengja sem voru sendir voru í slæmum málum og ekki að ástæðulausu  að þeir voru sendir í vistun. Það hefur komið í ljós að fyrir þá var það að fara úr öskunni í eldinn sem var nú örugglega ekki meining þeirra sem að því stóðu en ég get alveg lofað þér því að þeir sem fyrir barðinu á þeirra óknyttum og innbrotum urðu, voru fegnir að þeir fóru úr bænum.

Það eru minnst tvær hliðar á öllum málum og í þessu máli hefur nánsast bara önnur hliðin komið fram.

Hvað finnast þér sanngjarnar bætur til þeirra sem voru, á vegum ríkisins, gerðir ófrjóir að þeim forspurðum?

Landfari, 6.9.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú ert á villigötum Landfari. Þegar ríkið hefur brotið af sér líkt og í máli Breiðavíkurdrengjanna og með ófrjósemisaðgerðum þá verður hið sama ríki að bæta fyrir brot sín með öllum ráðum. Það er erfitt að meta skaðann í krónum og aurum. En það er besta leiðin sem völ er á. En það verður einnig að bjóða uppá margvíslega aðra aðstoð, t.d. sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Bótafjárhæðin sem boðin er verður að skipta máli fyrir þá sem brotið var gegn, hún verður að vera það rífleg að hún breyti högum manna. Að öðrum kosti eiga handhafar ríkisvaldsins bara að segja að bæturnar verði litlar og viðurkenna að menn vilja ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir misgjörðir ríkisins.

Skrif þín um að það séu tvær hliðar á málinu er skrítin. Þú gefur í skyn að fórnarlömb „óknyttadrengjanna“ hafi ekki látið í sér heyra. Þú skrifar: „og ekki að ástæðulausu að þeir voru sendir í vistun“. Málið snýst um það að í „vistuninni“ var drengjunum misþyrmt hrottalega. Og margir eyðilagðir fyrir lífstíð, „sem var nú örugglega ekki meining þeirra sem að því stóðu“. Það skiptir ekki neinu máli í hvaða meiningu menn stóðu þá. Það er það sem raunverulega gerðist og afleiðingar þess sem er málið.

Þú skrifar: „Að fara að greiða einhverjum útvöldum hóp tugmilljónir en öðrum lítið eða ekkert kemur bara til með að valda úlfúðog sárindum“. Þetta mál er sérstakt og ber að höndla það þannig. Aðrir sem hafa verið meðhöndlaðir með líkum hætti af fulltrúum ríkisins eiga rétt á samskonar bótum. Þau mál líta vonandi dagsins ljós og þá er fordæmið komið. Réttlæti svo langt sem það nær.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.9.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Landfari

Hjálmtýr, það eru tugir mála um áralanaga misnotkun þar sem dæmdar hafa verið bætur á svopuðu róli og voru í uppkastinu. Fyrir þolandann er skaðinn á sami hvort heldur það var ríkisstarfsmaður eður ei sem verknaðinn framdi. Persónulega held ég þó að enn ömurlegra þegar fjölsyldumeðlimir eiga í hlut.

Þegar ég tala um tvær hliðar er ég nú að meina hlið þeirra sem sendu drengina þangað. Ég geri ráð fyrir að þar hafi ekki eingöngu starfað illa innrætt fólk. "Fórnarlömb" þeirra hafa örugglega ekkert haft með það að gera.

Landfari, 6.9.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband