Hver er munurinn?

Það verður náttúrulega að segjast eins og er að þetta var hvorki rétti staðurinn né stundin til að leika sér á bíl. Inn á skólalóð á skólatíma eftir að skóli er byrjaður. Dómgreindarleysið algert og iðrunin sjálfsagt engin. Alvarlegt mál og kemur sér illa fyrir alla sportbílaeigendur.

Hitt er ekki síður alvarlegt að þegar snjóar og hálkan gerir vart við sig byrja tugir ef ekki hundruð ökumanna að þenja fáka sína svo syngur og hvín í. Það sem verra er að þá eru þeir margir á nagladekkjum sem geta þeyst úr dekkjunum á ógnar hraða í hvað sem fyrir verður. Það er ekkert grín að sjá hvernig sumir ökumenn, örugglega einhverjir þeirra hneykslast á óafsakanlegu framferði piltanna hér, láta þegar þeir eru að reyna að komast af stað í hálku. Þá er bíltíkin þanin í botni þannig að dekkin missa allt sitt litla grip (sama og strákarnir gerðu), naglarnir látnir krafsa í malbikið og rífa það upp og þeyta útundan bílnum. Þeir ökumenn sem svona haga sér í vetraumferðinni eru nú ekki mikið að spá í hvort einhver, fullorðinn eða börn, eru í námunda við bílinn. Það er svo alveg undir hælinn lagt hvort ökumaður er viðbúinn þegar dekkin ná í auða jörð og fá gott grip.

Þessar aðfarir hafa sennilega flestir ef ekki allir bloggarar séð en engann hef ég séð skrifa neitt um það. Af hverju ekki? Hver er munurinn? Geta menn kanski séð sjálfa sig í annari aðstöðunni en ekki hinni?

 

Mér svona datt þetta í hug.

 


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar steinum var velt....

....í fyrra til að komast til botns í REI málinu var aldrei minnst á laxveiði.

Verð að vera sammála Degi B að það þarf að koma öllu þessu máli upp á yfirborðið. Svo þarf að skilgreina hvað eru mútur og hvað ekki. Skattstjóri á í fórum sínum einhverja skilgreiningu á hvað hvað teljast eðlilegar gjafir og hvað ekki  og því skattskylt. Kanski hægt að notast við sömu skilgreiningu.

Það fer að verða spursmál hvort gera eigi fyrirtækjum skylt að upplýsa hverjir njóta hlunninda sem þau greiða fyrir dýrum dómum, svo sem eins og títtnefndar laxveiðar og svo ekki sé minnst á einkaþotur og fleira í þeim dúr.


mbl.is Vilja rannsaka laxveiðiboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun borgarfulltrúa....

......eru ekki bara fyrir að sitja fundi borgarstjórnar. Þá væri tímakaupið óheyrilegt. Þeirra vinna hlýtur að felast aðallega í að kynna sér mál og skoða frá öllum hliðum áður en tekin er afstaða. Þar með talið eru vettvangsferðir og vera þátttakandi í borgarlífinu.

Á fundunum skiptast menn á skoðunum og reyna væntanlega að telja aðra á sínar en einig að sjá málið fra öðru sjónarhorni. Ég sé engan tilgang í að Gísli sé að koma til landsins til að sitja fundina. Það getur hann gert á einfaldari og ódýrari hátt með fjarfundabúnaði.

Það sem mér er spurn er hvernig ætlar hann að undirbúa sig fyrir fundina? Hvernig ætlar hann að finna púlsinn á borgarbúum verandi önnum kafinn í námi í útlöndum? Það fæ ég ekki til að ganga upp enda er ekki að ástæðulausu sem kosnir eru svokallaðir varamenn í borgarstjórn jafnhliða borgarfulltrúum.

Kanski Gílsi læri um þetta í skólanum.


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar fór Ólafur út af sporinu?

Las í DV, eftir Reyni Traustason, að sjálfstæðismenn hefðu stutt Ólaf sem borgarstjóra þar til hann hefði farið út af sporinu. Veit einhver hér hvað Reynir á við? Þykist vita að Reynir lesi ekki þetta moggablogg en ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það var sem sneri sjálfstæðismönnum. Eina sem ég get fundið sem líklega skýringu eru endurtekin afhroð í skoðanakönnunum en þeir neita því staðfastlega svo eitthvað var það annað. Veit einhver hvað?
mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópferð

Er ekki bara málið fyrir framtaksama menn að efna til hópferðar til stuðnings okkar mönnum. Leigja vél og fljúga beint þangað. Þó menntamálaráðherran okkar geti alveg látið í sér heyra þá held ég að það  dugi skammt þarna úti. Það þarf ekki minna en fulla stóra þotu og allir með lúðra, helst svona handhátalara. Smile

Finnst eins og menn hafi stundum stokkið til af minna tilefni en kanski haft meiri tíma þá til skipulagningar.


mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarsmekkurinn

Það er  nú gott til þess að vita að ég er ekki einn um að hafa þennan tónlistarsmekk. Smile

Það breytir því hinsvegar ekki að ég sem Íslendingur er náttúrulega stoltur af henni Björk okkar, svona oftast allavega.

En núna er maður aðallega að rifna úr monti af strákunum okkar eins og gefur að skilja.

Vilssamt biðja fólk að bíða aðeins með að fagna gullinu. Smile

Þer er nægur tími til þess síðar.


mbl.is Jia-you Is-land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótorhjólastökk

Eiríkur Hreinn, yfirlögregluþjónn í Lögregluskóla Ríkisins bloggar um mótorhjálastökkið fyrir norðan sem var í fréttunm í gær.  sjá: http://eirikurhreinn.blog.is/blog/eirikurhreinn/entry/591661/#comments

 

Þó ég geti að mörgu leiti verið sammála honum um þetta mál þá er það samt mjög óheppilegt að maður í hans stöðu hafi þetta neikvæð viðhorf til þessarar íþróttagreinar.

Held að það sé einmitt vegna aðstöðuleysis sem þeir eru út um allt og allstaðar, öllum til ama og slysahættan meiri.

Það fylgir öllum íþróttagreinum áhætta og slys. Hvað er það annað en fífldirfska að fara í heljarstökk í fimleikum, stökkva á skíðum, skíða niður brattar brekkur á talsvet meiri hraða en leifður er hér á bíl á tvíbreiðum akgreinum við bestu aðstæður. Að maður minnist nú ekki á fótboltann. Man nú bara ekki eftir þeirri viku að ekki séu fréttir af einhverjum meiðslum í þeim geira.

Bjánlegastar eru þó lyftingarnar. Þar eru menn að afskræma líkamann til að geta lyft þyngdum sem líkaminn er ekki gerður til að bera. Málið með lyftingararnar er að þær þjóna engum tilgangi öðrum en egói viðkomandi. Það dettur samt engum í hug að banna þær.

Allar hinar íþróttagreinarnar sem ég nefndi og þar á meðal mótorhjólastökið er gaman að horfa á og geta þess vegna haft listrænt gildi líka.

Máið er að þennan pistil gæti hann að breyttu breitanda skrifað um nær allar aðrar íþróttagreinar. Undanskil þó skák, bridge, og aðrar slíkar sem lítt gleðja auga áhorfandans.

Með þetta viðhof sem hann hefur nær lögreglan ekki sambandi við þá sem þetta stunda en það er einmitt mjög mikilvægt að þarna á milli sé gott samband vegna þess að þetta eru stórhættuleg tæki sem þeir eru með í höndunum ef þeim er ranglega beitt.

Sterkasta vopnið sem sem lögreglan getur fengið í erfiðum uppákomum er ekki rafbyssa eða kylfa heldur virðing almennings. Hana fær lögreglan ekki með aukafjárveitingu á fjárlögum heldur verður hún að ávinna sér hana.

Það gera þeir ekki með neikvæðni og dylgjum. Það er margsannað að íþróttir geta haldið ungu fólki frá vandræðum. Einkum á það við um einstaklingsíþróttir og það er alveg á hreinu að þeir peningar sem þessir strákar og stelpur eyða í mótorhjólin sín og bensín á þau, fara ekki í eiturlyf og áfengi.

Ef lögreglan er jákvæð gagnvart því sem ungt fólk er að gera eru allar líkur á að ungt fólk verði jákvætt gagnvart lögreglunni það eitt og sér er ómetanlegt fyrir bæði lögregluna sjálfa og almenna borgara. 

Ef gagnkvæmt traust ríkti milli lögreglu og svona hópa væri líklegra að þeir leituðu aðstoðar  þegar svona uppkomur væru. Miðað við hvað mér finnst þetta hættulegt atriði hefði ég kosið að sjá sjúkrabíl á staðnum áður en stökkið fór fram. Ég leyfi mér að fullyrða að sá kostnaður hefði skilað sér síðar þó ekkert slys hefði orðið.

 


„Tími stóryrða og gífuryrða er liðinn."

Ég segi nú bara Guð láti á gott vita. Það er svo sannarlega kominn tími til að klára þetta REI má og þó fyr hefði verið.

Eftir stendur samt spurninginn hvort orkufyrirtækin eigi að vera í einkaeign eða ekki. Reynsla nágrannalandanna af einkavæingu fyrirtækja i einokunaraðstöðu hefur nu ekki verið neitt sérlega góð skilst mér.

En á sama hátt finns mér ótækt að opinber fyrirtæki séu að taka þátt í einhverjum áhætturekstir úti í heimi. Samt þurfa þessir tveir þættir að vinna að einhverju leiti saman og stór spurning hvernig þeirri samþættingu verður best við komið.

Kanski er Ólafur Jóhann einmitt rétti maðurinn í þetta.


mbl.is Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt og gott

Það verður aðsegjast að þetta lítur út fyrir að vera bráðsnjöll lausn á því sem annars gæti verið mikið vandamál.

Einföldustu lausnirar eru yfirleitt bestar. Þetta leiðir samt hugann að því hve alverlegur sjúkdómur þetta er.  Erfiður, bæði fyrir sjúklingana sjálfa náttúrulega og líka aðstandendur.

Eina athugasemd langar mig að gera við fyrirsögn fréttarinnar. Mér finnst jaðra við að vera ósmekklegt, og eiginlega beinlínis rangt samkvæmt mínum orðskilningi, að tala um gildru í þessu samhengi. Gildra finnst mér vera eitthvað sem notað er til að veiða í og  bráðin festist í. Löggan á það til líka að leggja gildrur fyrir sína "kúnna" og festa þá jafnvel í eigin lygavef.

Þarna hefð mér þótt smekklegra og lýsa betur tilgangi skýlisins að segja: Gerfibiðskýli er stoppistöð fyrir sjúklinga. Þetta er jú til að stoppa sjúklingana svo þeir fari ekki lengra ekki satt.


mbl.is Gervibiðskýli er gildra fyrir sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einfalt.

Þetta getur verið ákaflega bagalegt að lenda í svona stöðu en það getur ekki verið einfalt að komast svona í þjóðskránna eftirá.

Það má ekki vera of auðvelt en samt ætti að vera einfalt að sanna að þetta sé ekki stolið eða keypt barn með DNA rannsókn.


mbl.is Því miður þú ert ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband