20.11.2008 | 14:25
Ísbirnir
Mikið var það nú gott að þessir menn komust að skynsamlegri niðurstöðu í stóra ísbjarnarmálinu.
Ég skrifaði einhversn tíman hér á mogga blogginu að ísbjarnarstofninum stafaði sennilega meiri hætta af umhverfisáhrifum björgunaraðgerða en því að einn og einn björn yrði felldur hér.
Því til viðbótar er staðan orðin þannig í dag að ólíklegt er að Björgúlfur Thor greiði fleiri björgunarleiðangra.
Óhætt að skjóta hvítabirni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
En hvað með okkar tilfinninganæma umhverfisráðherra? Varla fer hún að láta skynsemi ráða gjörðum sínum héðan í frá?
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:59
Tæknilega séð er það nú kanski ekki útilokað. En það fer hver að verða síðastur. Verða ekki kosningar í vor? Geri ekki ráð fyrir að hún haldi djobbinu.
Það er svo hættulegt þegar menn í hennar stöðu hætta að hugsa rökrétt. Það hafði komið fram að ísbirnir voru ekki í útrýmingarhættu en gætu orðið það ef bráðnun norðurskautsísins héldi svona áfram.
Miklu hagkvæmara að skjóta þessa ísbirni hérna úr því þeir eru hingað komnir en að senda þá til Grænlands og láta grænlenska veiðimenn skjóta þá.
Það þarf ekki að vera mjög skarpur til að fatta það.
Landfari, 20.11.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.