Er ekkert að marka Útlendingastofnun?

Það kom fram í fréttatilynningu eða greinargetð stofnunarinnar að umókn Paul Ramses um hæli heði verið send áfram til Ítalíu samkvæmt reglum þar um því þriggja daga frestur til athugasemda hafi ekki verið nýttur. Þar hafi hún verið móttekin og síðan samþykkt.

Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli. Þar var hún samæykkt 31. mars samanb. meðfylgjanidi tilvitnun í greinargerð sofnunarinnar. (leturbr. er mín)

"Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. Ítalir samþykktu beiðnina 31.03.2008. Grundvöllur þessa er að Ítalir höfðu veitt Paul vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið. Rangt er að Ítalir beri ábyrgð á málinu vegna millilendinga þar í landi eins og ítrekað hefur komið fram."

Nú spyr ég: Er einhver misskilningur í gangi milli Útlendingastofnunar og Ítalskra yfirvalda eða er greinagerðin röng?


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm... Ekki er ég hrifin af vinnubrögðum ÚTL í þessu máli en ég sé ekki neitt hér sem gengur ekki upp.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Landfari

Sæl Eva. Það er ekki að skilja á fréttum að hann sé kominn með  hæli í Ítalíu en samkvæmt tilkynninu þeirra var það samþykkt 31. mars sl.

Það er nú bara það sem mér finnst ekki passa.

Landfari, 7.7.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband