Þráhyggja?

Ég held að bílstjórarnir okkar séu komnir út í öngstræti með þessi mótmæli sín. Það er verið að vinna í hvíldartímaálum þeirra en olíuverðið er ekki á færi okkar Íslendinga að breyta. Hvernig væri að beina þessum mótmælum að Sameinuðu  Arabísku furstadæmunum. Það er bara enginn þaðan á leið um suðurlandsveginn núna og því eru þessi mótmæli tilgangslaus, nema til að vekja andúð á aðgerðum bílstjóranna.

Að fara að fella ekdsneytisgjaldið niður þýddi bara að það yrði að taka peningana í viðhald veganna anars staðar sem væri óskyndamlegt. Það er eðlilegt að þeir sem nota vegina greiði fyrir þá.

Hlutfall eldsneytisgjaldsins í bensín og olíuverðinu hefur farið stöðugt lækkandi. Ef eitthvað er þyrfti að hækka það til að mæta gríðarlega auknu álagi á vegina eftir að flutningabílum fjölgaði svona við að leggja niður sjóflutninga innanlands.


mbl.is Bílstjórar „taka hvíldartíma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Get nú ekki að því gert að ég var og er enn hlynntur þessum aðgerðum vörubílstjóranna. Sé verið að vinna í hvíldarákvæðum þeirra þá sýnir það okkur og sannar að aðgerðir sem þessar hafa áhrif. Við skulum nefnilega ekki halda það eitt andartak að það hefðu stjórnvöld fundið upp á sér að gera að fyrrabragði. Hvað olíugjald varðar þá fer nú víst ekki nema partur þess sem ríkið fær í vegaframkvæmdir. Minnist enn Þjóðarbókhlöðugjaldsins sem sett var á okkur á sínum tíma og átti að standa í ár eða svo en raunin var einhver nokkur kjörtímabil. Að lokum viðurkenndu stjórnvöld að á ári hverju fór ekki nema hluti þessara skatta í byggingu Þjóðarbókhlöðuna. Ingibjörg Sólrún framlengdi ítrekar frárennslisskatti vegna endurnýjunar frárennslislögnum Borgarinnar vegna hvers? Jú bágrar fjárhagsstöðu Borgarinnar. Held að við verðum á hverjum tíma að veita yfirvöldum aðhald hvort sem það er í gjaldtökum á olíu eða öðrum álögum. Á sama tíma aðhald hvað varðar í hvað þessir fjármundir fara. Hvort ég er svo andvígur gjaldtöku ríkisins hvað olínua varðar eða ekki skiptir engu. Því sumt mælir með henni, annað ekki.

Bárður Örn Bárðarson, 23.4.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Landfari

Ég held nú að stærstur hluti eldsneytisgjaldsins ef ekki allur fari í vegagerð. Hinsvegar má svo deila um forgangsröðun, samanber Héðinsfjarðargöng og fl.

Það er alveg rétt að það var nú lenskan hér að skattur sem einu sinni var kominn á átti það til að hanga inni löngu eftir að tilefni hans var horfið eða klipið af honum í aðra hluti og sennilega er þjóðarbókhlöðuskatturinn besta dæmið um þetta en því miður ekki það eina.

Það þurfa allir aðhald, það er ekki spurning og stjórnvöld ekki síður en aðrir. Til þess er stjórnarandstaðan, fjölmiðlar og kjósendur. En þetta er svo absúrd dæmi. Ríkið var ekki að hækka nein gjöld, þvert á móti er hlutur ríkisins í eldsneytisverði alltaf að minnka eftir því sem eldsneytið hækkar.

Ég get ekki áfellst lögregluna fyrir viðbrögðin í dag en mér fannst þeir ofgera þegar tóku Falung gong fólkið hérna um árið. Veit ekki til þess að þeir hafi truflað einn eða neinn.

Landfari, 23.4.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband