28.3.2008 | 11:23
Hækkun á pantaðri vöru.
Ég held að það sé óhjákvæmilegt að vara sem leyst er úr tolli eftir gengisfallið verði dýrari en hún var var fyrir gengisfallið þegar hún var pöntuð. Ef gerður er skriflegur samningur um svona pöntun er yfierleitt í smáa letrinu einkver klásúla með fyrirvara um gengisbrytingar.
Það getur líka átt eðlilegar skýringar að vara sem komin var í hillu þurfi að hækka því oft er innflytjandi með 1 -2 mánaða greiðslufrest á vörunni til framleiðanda og því ekki búinn að greiða hana með erlendum gjaldmiðli.
Hér reynir á samkeppnina. Hún hefur undanfarið tryggt að verð hefur lækkað á ýmissi sérvöru eins og tölvum og sjónvörpum um leið og hún lækkar úti, jafnvel þótt menn eigi einhvern lager hér heima. Það vill náttúrulega enginn verða fyrstur til að hækka held ég. Nema í olíunni. Þar eru menn ekki feimnir við að hækka um leið og fréttir berast af einhverjum hækkunum úti. Þar eru fáir og stórir aðilar og Atlantsolía hætt að vera það aðhald sem var á fyrstu árum þess fyrirtækis meðan þeir voru að ávinna sér markaðshlutseild.
Í matvörunni er þetta ennþá verra. Man ekki betur en Jóhannes í Bónus hafi einhverju sinni komið fram í sjónvarpi og varað sérstaklega við því hvað það væri hættulegt fyrir íslenska þjóð ef einn aðili væri með 15-20% markaðshlutdeild í matvöru. Sá aðili hefði í krafti stærðar sinnar allt of mikil áhrif á verð og vöruframboð.
Það þarf náttúrulega ekki að taka farm að þetta var þegar alvöru verðsamkeppni ríkti á matvörmarkaði hér. Hagkaup var risinn með ofangreinda markaðshlutdeild og Bónus var Davíð (ekki Oddson)að berjast við Golíat (Hagkaup).
Gamlar vörur hækka í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bravó, fyrsti mbl bloggarinn sem blaðrar ekki bara í heimsku sinni og veit hvernig málið er
Jón T (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:45
Ég er mikið sammála þessum skrifum hér að ofan. Í flestum tilfellum eru menn með allt að 60 daga greiðslufrest á vörum frá erlendum birgjum og getur því reynst nauðsynlegt af heildsalanum að hækka verð þar sem álagning á vörum í heildsölu er mun minni en í smásölu og 20% gengisfall getur étið upp alla framlegð af vörunni. Hins vegar fær smásalinn alltaf sitt og getur skilað vörunni til heildsala ef að hún td. fer fram yfir síðasta söludag. Þá situr heildsalan uppi með tjónið. Gengisfall krónunar hefur því mjög víðtæk áhrif og kemur alltaf harðast niður á okkur almúganum.
Steini (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:59
Takk fyrir kommentin Jón og Steini.
Það er nú einu sinni þannig að við neytendur erum endastaður vörunnar og getum ekki vellt þessu neitt áfram eina og allir hinir í keðjunni. Þess vegna bitnar svona genislækkun alltaf verst á okkur sem neytendum.
Landfari, 28.3.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.