Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Tími ofurlauna liðinn

Er það ekki komin almenn samstaða þjóðarinnar um að tími ofurlauna sé liðinn.

Persónulega finnst mér óeðlilegt að forstöðumenn ríkisstofnana séu með hærri laun en forsætisráðherra.

Þeta var réttlætt með því að annars færu menn yfir í einkageirann en það er nú tæplega margar lausar stöður þar núna.

Það þarf að endurskoða öll laun yfir 800.000 á mánuði og þá sérstaklega hvort ekki meigi leggja stöðuna niður. Það hefur sýnt sig að þessir hálaunamenn geta oftast horfið fyrirvaralaust úr starfi án þess að mikið gerist. Annað með láglaunafólkið sem þarf að vinna sinn uppsagnarfrest meðan verið er að finna staðgengil.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Hvernig í veröldinni er hægt að bera við bankaleynd og neita kjörnum fulltrúum ábyrgðaraðila um upplýsingar. Þeir sem ábyrgðina bera eiga kröfu á því að fá allar upplýsingar í hendurnar. Í það minnsta kjörnir fulltrúar þeirra.

Það hlýtur að rúmast innan laga um bankaleynd að sá sem ábyrgð ber á rekstri banka eigi aðgang að upplýsingum um starfsemi bankans hvernig reglum hefur verið fylgt í starfsemi hans.

Ef það er ekki svo þá verður að setja lög í hasti sem afnema allt sem heitir bankaleynd gömlu bankanna. Annars veða þessi mál aldrei rannsökuð.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Ég fæ nú ekki séð að það hafi verið rofin bankaleynd þegar ábyrgðaraðilar bankanna eru upplýstir um hvernig stðið hefur verið að málum í bankanum.

Það er eins og Birna geri sér ekki grein fyrir að almenningi hefur verið gert a taka á sig ábyrgð fyrir hina föllnu banka. Ábyrgðarmenn hljóta að eiga heimtingu á að vita á hvað gjörningum þeir eru að taka ábyrgð. Reyndar hefð það verið sjálfsögð kurteysi að fá samþykki þeirra fyrirfram en það er víst of seint íþessu tilfelli sem við stöndum frammi fyrir núna.

Það má nú reyndar líka segja að úr því að ekki vannst tími til að fá samþykki ábyrgðarmannana fyrirfram hefði það verið næsti kostur að fá samþykki eftirá það var reyndar heldur ekki gert.

En að halda því fram að bankaleynd hafi verið brotinn þegar fjárhagslegir ábyrgðarmenn bankanna fá upplýsingar um hvað þeir eru að borga fyrir um leið og þeim er sendur reikningurinn er svolítið langsótt að mínu áliti.

Þetta skýtur hinsvegar stoðum undir þá skoðun að ófært sé að stjórar nýju bankanna komi úr efstu lögum gömlu bankanna.

Þar sem við skattgreiðendur erum líkaábyrgðarmenn nýju bankanna er eins gott fyrir okkur að fygjast vel með þegar æðsti stjórnandi bankans er ekki betur með á nótunum en svo að hún verður ekki vör við á annað hundraðmilljónkrónu skekkju á eigin reikningi.


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óútskýrður launamunur?

 

"Fallist var á með konunni að verkið hefði verið ofvaxið líkamlegu atgervi hennar. "

Er hér komin skýring á hluta af óutskýrðum launamun kynjanna? Hefði Byko sparað sér 5,6 milljónir og forðað starfsmanni frá líkamlegu tjóni og örorku ef hitt kynið hefði verið við störf?

Áhugaverð pæling.


mbl.is Fær 5,6 milljónir í bætur vegna slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet?

Er þetta ekki heimsmet, allavega miðað við höfðatölu.

Ísland, stórasta land í heimi. !!!


mbl.is Segir skuldir Jóns Ásgeirs yfir 1.000 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting Hannesar

Í fréttatilkynningu Hannesar vegna greinar Agnesar í Mogganum virðist mér koma fram staðfesting á að þessi millifærsla hafi átt sér stað.

Munurinn er að Vilhjálmur taldi hana ólöglega en endurskoðandinn löglega. Þess vegna segir endurskoðandinn að engin slík (les: ólögleg) millifærsla hafi átt sér stað.


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Verða þessi vinnubrögð skoðunarmanna fjórðungssambansins ekki að teljast til fyrirmyndar öðrum skoðunarmönnum? Það má nokkuð ljóst vera að þeir hafi farið vel yfir reikninga sambandsins

Það falla sumir í þá freistni að telja útseldan taxta lögmanna tímakaup þeirra sjálfra en slíkt er þvílík fyrra að engu tali tekur. Breytir þar engu þó Þráinn Bertelssson hafi gert sig sekan um svipaða hluti, í bakþönkum Féttablaðsins að mig minnir,  þegar han fór að reikna tímakaupið hjá manninum sem kom að gera við þvottavélina hans.

Það breytir því hinsvaegar ekki að 18.000.- (14.458.- án vsk.) er nokkuð vel í lagt og ekki að furða þó venjulegt launafólk telji sér ekki fært að fá sér lögfræðing þótt það telji á sér brotið.


mbl.is Lögmaður kostar álíka og skip í dýptarmælingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka afleiðingum gjörða sinna

Nú standa bankarnir frammi fyrir því að taka á sig herkostnaðinn við að reyna að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum.

Þeir kostuðu miklu til enda eftir nokkru að slægjast. En sem betur fer höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Það er nokkuð ljóst að mjög margir hefðu það betra núna ef bankarnir hefðu ekki farið inn á verksvið Íbúðalánajóðs.

Þá má segja að þeim sé þó nokkur vorkunn því Íbúðalánsjóður reyndi, þökk sé framsóknarflokknum, að taka yfir þann litla hluta sem bankarnir þó voru með, með því að hækka lánshlutfallið í 90%

Stærsti munurinn á íbúðalánum bankanna og Íbúðalanasjóðs var annars vegar að bankarnir lánuðu "íbúðalán" þó þú værir ekert að kaupa íbúð. Þú gast tekið "íbúðalán" til að fjármagna hreina neyslu eins og utanlandsferðir, sófasett, flatskjái, vélsleða eða bara hvað sem helst þú vildir eyða peningunum í. Með hækkandi íbúðaverði gastu farið oftar en einu sinni í bankann, hækkað veðskuldina á íbúðinni og labbað út með fullar hendur fjár. Freisting sem allt of margir féllu fyrir og sitja nú í skuldasúpunni.

Hjá Íbúðalánsjóði er hinsvegar algert skylyrði að þú sért að kaupa íbúð sem er aðhald sem landinn virðist þurfa. Vissulega gat hitt kerfið komið sér vel fyrir suma sem þurftu á að halda og lækkað vaxtakostnað af yfirdrætti til dæmis. Vandamálið er að hjá allt of mörgum safnaðist bara aftur upp yfirdráttur á tékkareiknignum.

Hinn stóri munurinn er að bankarnir, flestir allavega, áskildu sér rétt til að endurskoða vexti á fimm ára fresti og við sölu á íbúð til nýs kaupanda. Það skapar óvissu því "bara" 1% hækkun á vöxtum af svona stórum lánum sem íbúðalán yfirleitt eru getur kostað lántakanda háar fjárhæðir.

Þess utan hefur reynslan sýnt að ef eitthvað kemur uppá hjá fólki, veikindi, slys, atvinnumissir eða annað það sem áhrif getur haft á greiðslugetu fólks, þá er mun auðveldara að semja við íbúðalánasjóð en bankana.

Við sem eigum bankana viljum og þurfum að fá arð af okkar fjárfestingu og bankarnir geta ekki starfað sem einhver félagsmálasofnun þótt vissulega séu skyldur þeira við samfélagið miklar.

Ef þú skuldar milljón í bankanum, sem þú getur ekki greitt af, er það þitt vandamál. Hinsvegar ef þú skuldar miljarð, sem þú getur ekki greitt af, þá er það vandamál bankans.


mbl.is Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun borgarfulltrúa....

......eru ekki bara fyrir að sitja fundi borgarstjórnar. Þá væri tímakaupið óheyrilegt. Þeirra vinna hlýtur að felast aðallega í að kynna sér mál og skoða frá öllum hliðum áður en tekin er afstaða. Þar með talið eru vettvangsferðir og vera þátttakandi í borgarlífinu.

Á fundunum skiptast menn á skoðunum og reyna væntanlega að telja aðra á sínar en einig að sjá málið fra öðru sjónarhorni. Ég sé engan tilgang í að Gísli sé að koma til landsins til að sitja fundina. Það getur hann gert á einfaldari og ódýrari hátt með fjarfundabúnaði.

Það sem mér er spurn er hvernig ætlar hann að undirbúa sig fyrir fundina? Hvernig ætlar hann að finna púlsinn á borgarbúum verandi önnum kafinn í námi í útlöndum? Það fæ ég ekki til að ganga upp enda er ekki að ástæðulausu sem kosnir eru svokallaðir varamenn í borgarstjórn jafnhliða borgarfulltrúum.

Kanski Gílsi læri um þetta í skólanum.


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaup og sala atkvæða

Þó að við getum öll verið sammála um að það nái ekki nokkurri átt að leifilegt sé að selja atkvæði sitt í kosningum með svona binum hætti erum við á svolítið gráu svæði. Hvað er það annað en atkvæðakaup eða a.m.k. tilraun  til þess þegar gefnar eru stórar fjárhæðir í kosningasjóði.

Mér fannst þetta koma nokkuð skýrt fram hjá Demokrötunum í Bandaríkjunum núna. Eftir að Obama náði að safna mun meira fé á fjáröflunarsamkomum en Hillari fór honum að ganaga betur í atkvæðaveiðum.

Vissulega eru dæmi um hið gagnstæða og kanski nærtækast að taka forsetaframbjóðandann Ástþór sem uppskar ekki miðað við kostnað.

En þegar tveir eða fleiri frambærilegir frambjóðendur keppa virðist fjárhagurinn geta ráðið úrslitum.


mbl.is Kærður fyrir að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband