Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2021 | 20:08
Að vera staðsettur
Rútan var stödd, en ekki staðsett, skammt frá Hvammstanga. Nema náttúrulega hún hafi verið geymd þar en þá hefðu nú tæplega verið 20 menn í henni.
![]() |
Rúta með 20 manns innanborðs fauk út af veginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2021 | 19:31
Tapað / fundið
„Þar verð ég hluti af öflugum hópi sem ætlar að sækja fram fyrir Samfylkinguna og stefnir á sigur jafnaðarfólks í kosningunum þar sem ég mun halda mínum hjartans málum í pólitíkinni hátt á lofti,“
Það er nú eins gott að Samfylkingin taki hennar hjartans mál upp í stenuskránni og setji a oddinn svo hún missi ekki af þingmanninum þegar líður á kjörtímabilið.
![]() |
Ýmislegt sem Rósa Björk vill „gleyma sem fyrst“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2021 | 20:11
Þarf að vera málefnleg gagnrýni
"
Er fólki óhætt að tjá sig um störf Hæstaréttar með meira afgerandi hætti en hingað til hefur tíðkast?
„Já ég myndi vona að það væri. Að því leyti er kannski gott að hann fór í þetta mál. Hann hefur þá stuðlað að því að hvetja menn til dáða að gagnrýna réttinn.“"
Vona að þetta verði ekki til að opna gáttir "virkra í athugasemdum" fyrir almennt skítkast í garð réttarins, eins og alltof mörgum þeirra hættir til. Sérstaklega þegar dómsniðurstaða er ekki að þeirra skapi.
Það er ekki á allra færi að koma fram með eins vel rökstudda og málefnalega gagnrýni og Jón hefur stundað. Slík gagnrýni veitir aðhald sem á stundum virðist virkilega vera þörf fyrir.
Þó Jón nefni það hér þá virðist hann ekki undrast það jafn mikið og ég hvers vegna mér er gert að taka þátt í að greiða málskostnað í svona einkamáli. Hver eru rökin fyrir því? Málsaðilar eru borgunarmenn fyrir þessum kostnaði og þurfa ekki ríkisaðstoð.
![]() |
„Hljóta að vera alvarleg tíðindi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2019 | 15:49
Leiðrétting á málatilbúnaði ráðherra
Það verður nú ekki séð að ríkið hafi lagt mikið í að leiðrétta rangfærslur utanríkisráðherra þó maður hefði haldið að það stæði þeim næst.
https://www.facebook.com/orkanokkar/videos/vb.1960097897621840/280657476198128/?type=2&theater
![]() |
Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2018 | 12:47
Sríðsyfirlýsingar
Það hefur nú margur túlkað kröfur nýju verkalýðsforustunnar semm stríðsyfirlýsingu og gott ef það hefur ekki verið staðfest af þeim sjálfum.
Er ekki svolitið seint í rassinnn gripið hjá Bjarna að koma með stíðsyfirlýsingu núna þegar styttist í að stríðið skelli á?
Hvað á Ragnar eiginlega við?
![]() |
„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2018 | 09:51
Persónum víxlað
Í fréttinni segir;
"Sigmund segir Andrés vera með ákveðinn stíl sem stuðningsmönnum hans líkar"
Það má ljóst vera að það er Andrés sem segir Sigmud vera eitthvað en ekki öfugt.
Hér skortir tvær kommur eða vísla nöfnum.
![]() |
Henti Sigmundi ekki að leggjast flatur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2016 | 18:07
Mistök sem þarf að leiðrétta
Þeim mun fyrr sem menn átta sig á þeim mistökum sem þetta staðarval er þeim mun fljótar og hagkvæmara verður að byggja nýjan spítala.
Hvaða fagaðilar eru það sem komust að þessari niðurstöðu og hvaða forsendur gáfu þeir sér fyrir henni?
![]() |
Breytir ekki samþykktum þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2015 | 16:57
Mistök?
Er viðkomanid svona reyslulítill í götuhlaupum að hægt sé að flokka þetta sem mistök?
Ég hélt að ef einhver fer út úr brautinni, viljandi eða óviljandi, í hlaupakeppni eða annari keppni, þá væir viðkomanid úr leik. Punktur. algerlega óháð því hvort það hefði haft áhrif á úrslitin eða ekki, sem það svo augljóslega gerir þarna.
![]() |
Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2014 | 19:30
Röng fyrirsögn
Hornafjörður hefur aldrei farið eitt eða neitt. Lögreglan þar heyrir undir Austurlandsumdæmi núna eins og hún hefur alltaf gert en flyst undir Suðurlandsumdæmi eftir áramótin.
Er blaðamaðurinn ekki með á hreinu hvað hann er að skrifa um?
![]() |
Hornafjörður fór austur - og til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2014 | 00:32
Misnotkun þokuljósa
Það er löngu orðið tímabært að lögreglan fari að benda mönnum á rétta notkun þokuljósa.
Ekki virðist það gert í ökuskólum því misnotkun þokuljósa virðist algeng meðal yngri kynslóðarinnar og atvinnubílsjóra sem ættu að hafa yfirgripsmeiri þekkingu á akstri og umferð en almúginn.
Svo er nú alveg sér kapituli misnotkun flutningabílstjóra á kastarahrúgunum sem eru um og allt um kring framan á þeirra vögnum. Það er engu líkara en þeir haldi að þetta séu "bara" háu ljósin.
![]() |
Bíll valt eftir að bílstjóri blindaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)