25.11.2008 | 00:26
Bankaleynd
Ég fæ nú ekki séð að það hafi verið rofin bankaleynd þegar ábyrgðaraðilar bankanna eru upplýstir um hvernig stðið hefur verið að málum í bankanum.
Það er eins og Birna geri sér ekki grein fyrir að almenningi hefur verið gert a taka á sig ábyrgð fyrir hina föllnu banka. Ábyrgðarmenn hljóta að eiga heimtingu á að vita á hvað gjörningum þeir eru að taka ábyrgð. Reyndar hefð það verið sjálfsögð kurteysi að fá samþykki þeirra fyrirfram en það er víst of seint íþessu tilfelli sem við stöndum frammi fyrir núna.
Það má nú reyndar líka segja að úr því að ekki vannst tími til að fá samþykki ábyrgðarmannana fyrirfram hefði það verið næsti kostur að fá samþykki eftirá það var reyndar heldur ekki gert.
En að halda því fram að bankaleynd hafi verið brotinn þegar fjárhagslegir ábyrgðarmenn bankanna fá upplýsingar um hvað þeir eru að borga fyrir um leið og þeim er sendur reikningurinn er svolítið langsótt að mínu áliti.
Þetta skýtur hinsvegar stoðum undir þá skoðun að ófært sé að stjórar nýju bankanna komi úr efstu lögum gömlu bankanna.
Þar sem við skattgreiðendur erum líkaábyrgðarmenn nýju bankanna er eins gott fyrir okkur að fygjast vel með þegar æðsti stjórnandi bankans er ekki betur með á nótunum en svo að hún verður ekki vör við á annað hundraðmilljónkrónu skekkju á eigin reikningi.
Glitnir semur nýjar lánareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.