10.11.2008 | 00:44
Staðfesting Hannesar
Í fréttatilkynningu Hannesar vegna greinar Agnesar í Mogganum virðist mér koma fram staðfesting á að þessi millifærsla hafi átt sér stað.
Munurinn er að Vilhjálmur taldi hana ólöglega en endurskoðandinn löglega. Þess vegna segir endurskoðandinn að engin slík (les: ólögleg) millifærsla hafi átt sér stað.
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Enda held ég að Ragnheiður Geirsdóttir hafi hætt vegna yfirgangs Hannesar og siðleysis þó svo hann hafi ekki verið að brjóta nein lög, það hættu fleirri vegna Hannesar en hún og bera þeir allir honum slæma söguna svo hvort þetta var löglegt eða ekki skifti stjórnina ekki máli, hann var stjórnarformaður og réði þvi sem hann vildi ráða, Ragnheiður var ekki þægileg strengjabrúða fyrir hann svo hann lét hana fá feitann tékka fyrir að hætta.
Sverrir Einarsson, 10.11.2008 kl. 02:02
Ég man nú ekki betur en það hefði verið haft eftir forsætisráðherrafrúnni sem var í stójrn, að Hannes færi sínu fram án samráðs við stjórnina. Aftur og aftur hefði stjórnin setið frami fyrir því að samþykkja gerðan hlut, eftir á.
Upphæðin á tékkanum til Ragnheiðar held ég að hafi verið með því skilyrði að hún myndi þegja. Allavega hefur hún verið sérlega fámál um þessa hluti.
Landfari, 10.11.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.