27.8.2008 | 09:52
Hvalveiðar
Hver eru rökin fyrir að veiða ekki hvali og nýta þær afurðir sem þeir gefa af sér?
1: Það skaðar ímynd Íslands í útlöndum.
2: Það fækkar ferðamönnum sem hingað koma.
3: Þær eru ekki arðbærar vegna þess að ekki er hægt að selja kjötið.
Þetta eru þær skýringar sem ég fæ helst þegar ég spyr þessarar spurningar. Frá mínum bæjardyrum séð má rekja þær allar til þess misskilnigs Grænfriðunga og annara að hvalir sem við veiðum séu í útrýmingarhættu.
Gallinn við vísindalegar rannsóknir er að niðurstaðan ræðst of oft af skoðun þess sem borgar fyrir rannsóknina. (Þetta er farið að verða eins og með lögfræðiálitin.)
Er það samt ekki staðreynd að þær tegundir sem við höfum verið að veiða eru ekki í úrýmingarhættu? Eru ekki allir sammála um það, sama hvort þeir eru með eða móti veiðum?
Grænfriðungar segja að hvalkjöti verði hugsanlega eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.