27.8.2008 | 09:23
Að taka afleiðingum gjörða sinna
Nú standa bankarnir frammi fyrir því að taka á sig herkostnaðinn við að reyna að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum.
Þeir kostuðu miklu til enda eftir nokkru að slægjast. En sem betur fer höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Það er nokkuð ljóst að mjög margir hefðu það betra núna ef bankarnir hefðu ekki farið inn á verksvið Íbúðalánajóðs.
Þá má segja að þeim sé þó nokkur vorkunn því Íbúðalánsjóður reyndi, þökk sé framsóknarflokknum, að taka yfir þann litla hluta sem bankarnir þó voru með, með því að hækka lánshlutfallið í 90%
Stærsti munurinn á íbúðalánum bankanna og Íbúðalanasjóðs var annars vegar að bankarnir lánuðu "íbúðalán" þó þú værir ekert að kaupa íbúð. Þú gast tekið "íbúðalán" til að fjármagna hreina neyslu eins og utanlandsferðir, sófasett, flatskjái, vélsleða eða bara hvað sem helst þú vildir eyða peningunum í. Með hækkandi íbúðaverði gastu farið oftar en einu sinni í bankann, hækkað veðskuldina á íbúðinni og labbað út með fullar hendur fjár. Freisting sem allt of margir féllu fyrir og sitja nú í skuldasúpunni.
Hjá Íbúðalánsjóði er hinsvegar algert skylyrði að þú sért að kaupa íbúð sem er aðhald sem landinn virðist þurfa. Vissulega gat hitt kerfið komið sér vel fyrir suma sem þurftu á að halda og lækkað vaxtakostnað af yfirdrætti til dæmis. Vandamálið er að hjá allt of mörgum safnaðist bara aftur upp yfirdráttur á tékkareiknignum.
Hinn stóri munurinn er að bankarnir, flestir allavega, áskildu sér rétt til að endurskoða vexti á fimm ára fresti og við sölu á íbúð til nýs kaupanda. Það skapar óvissu því "bara" 1% hækkun á vöxtum af svona stórum lánum sem íbúðalán yfirleitt eru getur kostað lántakanda háar fjárhæðir.
Þess utan hefur reynslan sýnt að ef eitthvað kemur uppá hjá fólki, veikindi, slys, atvinnumissir eða annað það sem áhrif getur haft á greiðslugetu fólks, þá er mun auðveldara að semja við íbúðalánasjóð en bankana.
Við sem eigum bankana viljum og þurfum að fá arð af okkar fjárfestingu og bankarnir geta ekki starfað sem einhver félagsmálasofnun þótt vissulega séu skyldur þeira við samfélagið miklar.
Ef þú skuldar milljón í bankanum, sem þú getur ekki greitt af, er það þitt vandamál. Hinsvegar ef þú skuldar miljarð, sem þú getur ekki greitt af, þá er það vandamál bankans.
Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.