21.8.2008 | 15:28
Þegar steinum var velt....
....í fyrra til að komast til botns í REI málinu var aldrei minnst á laxveiði.
Verð að vera sammála Degi B að það þarf að koma öllu þessu máli upp á yfirborðið. Svo þarf að skilgreina hvað eru mútur og hvað ekki. Skattstjóri á í fórum sínum einhverja skilgreiningu á hvað hvað teljast eðlilegar gjafir og hvað ekki og því skattskylt. Kanski hægt að notast við sömu skilgreiningu.
Það fer að verða spursmál hvort gera eigi fyrirtækjum skylt að upplýsa hverjir njóta hlunninda sem þau greiða fyrir dýrum dómum, svo sem eins og títtnefndar laxveiðar og svo ekki sé minnst á einkaþotur og fleira í þeim dúr.
Vilja rannsaka laxveiðiboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll vinur! Þetta REI/OR er alveg ótrúlegt mál. Veiðiheimildir er bara smáatriði í samanburði við kjarnan í málinu. REI var stofnað sérstaklega til að ræna OR og ekkert annað. Það tókst ekki svo þeir breyttu um "taktík". Munstrið í öllu minnir er skólabókardæmi um skítlega viðskiptahætti. Það eru ekki margir á Íslandi sem vita hvernig þetta fór fram. Mútur er kölluð "risna", alltaf er hægt að henda kostnaði á þessi fyrirtæki með skýringum sem lðgrfræðingar sjá um að búa til. Ólögleg athæfi verða lögleg.
Það mun ALDREI koma upp á yfirborðið það sem er rétt og satt í þessu máli. Búið er að hylja allar slóðir. Skattstjóri getur ekkert gert meðan múturnar eru innan við s.k. 1% reglu miðað við veltu. Er þetta vinnuregla og er hún óspart notuð af risafyrirtækjum. Þess vegna mun Skattstjóri ekki gera neitt.
Það er miklu meiri spilling í viðskiptum á Íslandi en fólk gerir sér grein fyrir. Jafnvel þingmenn og ráðherrar eru með í þessu. Ef "steinum verður velt" verður séð til þess að villa um fyrir fólki, vo það verða aldrei réttir steinar sem verður velt....þeir kunna sitt fag þessir "viðskiptamenn" eða braskarar eins og ég kalla þá..
Óskar Arnórsson, 22.8.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.