Laun borgarfulltrúa....

......eru ekki bara fyrir að sitja fundi borgarstjórnar. Þá væri tímakaupið óheyrilegt. Þeirra vinna hlýtur að felast aðallega í að kynna sér mál og skoða frá öllum hliðum áður en tekin er afstaða. Þar með talið eru vettvangsferðir og vera þátttakandi í borgarlífinu.

Á fundunum skiptast menn á skoðunum og reyna væntanlega að telja aðra á sínar en einig að sjá málið fra öðru sjónarhorni. Ég sé engan tilgang í að Gísli sé að koma til landsins til að sitja fundina. Það getur hann gert á einfaldari og ódýrari hátt með fjarfundabúnaði.

Það sem mér er spurn er hvernig ætlar hann að undirbúa sig fyrir fundina? Hvernig ætlar hann að finna púlsinn á borgarbúum verandi önnum kafinn í námi í útlöndum? Það fæ ég ekki til að ganga upp enda er ekki að ástæðulausu sem kosnir eru svokallaðir varamenn í borgarstjórn jafnhliða borgarfulltrúum.

Kanski Gílsi læri um þetta í skólanum.


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ég líka fengið laun fyrir að vera "þátttakandi í borgarlífinu"?

Einar (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

@Einar

Já það getur þú, ef þú leggur metnað í það að verða borgarfulltrúi

Baldvin Mar Smárason, 21.8.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband