Hér vantar meiri upplýsingar

Samkvæmt þessari fréttatilkynningu er þessi maður í slæmum málum ef hann verður sendur aftur til Kenía. Íslendingar aftur í slæmum málum ef eitthvað kemur fyrir hann þar. Við skulum öll vona að það verði ekki.

Það hefur komið fram annars staðar að hann sé nýbúinn að eignast barn hérna en samkvæmt þessari tilkynningu kom hann hingað til lands í janúar á þessu ári. Því gef ég mér að hann hafi komið með sína barnsmóður barnshafandi mað sér þegar hann kom.

Hér finnst mér vanta upplýsingar. Af hverju er honum einum vísað úr landi en ekki allri fjölskyldunni? Hvað hefur hann gert sem verðu þess valdandi að hann er handtekinn á heimili sínu? Ekki vil ég trúa því að það sé viðtekin venja við útlendinga sem heimsækja okkur eða er það bara af því hann sótti um pólitíkst hæli. Er barnsmóir hans konan hans, íslensk eða líka af erlendu bergi brotin?

Ég er algerlega ósammála því að ekki þurfi rökstuðning fyrir þessari ákvörðun og vil endilega heyra hann áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort ákvöðunin um að vísa manninum úr landi er eina vitið eða algerlega út úr korti.

Vandamálið er náttúrulega að hann er farinn samkvæmt þessari fréttatilkynningu og því þarf skjót viðbrögð ef eitthvað á að vera hægt að gera í málinu.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll,

konan hans er einnig frá Kenýa og var barnshafandi við komuna til landsins. Glæpur hans var að biðja íslendinga um pólitískt hæli og svo virðist sem stjórnvöld geri ráð fyrir að það geri aðeins glæpamenn!

Það þarf svo sannarlega að bregðast skjótt við!

Kristín (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Landfari

Ég er búinn að renna hér yfir fleiri fréttir af þaessu og mér skilst að til standi að vísa henni líka úr landi því hún sé hér ólöglega.

Einhvers staðar sá ég að þau hefðu bæði komið löglega inn í landið en dvalarleyfið runnið út meðan umsókn var að veltast í kerfinu.

Mér finnst alveg með ólíkindum að hægt sé að koma svona fram við fólk nema hér séu á ferðinni óforbetranlegir glæpamenn.

Ég krefst þess að fá að sjá rökstuðning fyrir þessari aðgerð hjá ráðuneytinu, hann hlýtur að vara til fyrst búið er að taka ákvörðunina. Eki vil ég trúa að um geðþóttaákvörðun sé að ræða.

Landfari, 3.7.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Landfari

Aspardam, ég skal vera fyrstur manna til að styðja lögregluna í slíkum aðgerðum ef Vítisengill eða annar álíka sleppur inn í landið en þetta sé almenna reglan er einum of lant gengið. Annars veit maður ekkert um þennan mann, hvort hann er með sakaferil á bakinu og þess vegna óæskilegur.

Mér finnst bara lágmarkskurteysi að afgreiða mál hans áður en til svona aðgerða er gripið. Mér skilst að hann hafi dvalið hér á eigin kostnað en ekki ríkisins svo ekki getur það verið ástæða fyrir því að senda hann strax út.

Landfari, 3.7.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Landfari

Ég er þeirrar skoðunar að útlendingaeftirlitið og / eða lögreglan þurfi að hafa heimildir og þær frekar rúmar til að vísa fólki úr landi. Þá er ég með í huga að ekki þurfi að koma til einhverra tafa og kostnaðar við að lona við óæskilegt fólk eins og ég hef áður minnst á.

En ef það á að fara að beita þeim til hins ýtrasta á blásklaust fólk eftir geðþótta misviturra embættismanna þá segir það sig sjálft að það gengur ekki.

Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að heyra rökstuðinginn fyrir þessari ákvörðun.

Landfari, 3.7.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband