19.3.2008 | 12:42
Fær þetta staðist?
Ég held að hér séu forsendur fyrir þessum reikningum óraunhæfar.
Hér gefa menn sér að landinn hafi bara snarað út yfir 13 milljörðum í aukin bensínkaup án þess að minnka neysluna um krónu í öðrum innkaupum. Finnst bara með ólíkindum að við höfum átt svona mikið fé til ráðstöfunar á þessum síðustu og verstu tímum.
Þessir 13 milljarðar rúmir sem hafa farið í aukalega í bensínið hljóta að hafa dregið úr einhverjum öðrum kaupum landans. Það þýðir að ríkissjóður er að koma á sléttu út því hann tapar virðisauka í öðrum vörutegundum. Tæpast hafa menn minnkað matarinnkaup þannig að ef þetta er ekki bara minnkuð sala í bókum og hljómdiskum sem bera 7% vsk er ríkissjóður ekki að græða neitt á þessari bensínhækkun. Það gera hinsvegar olíufélögin sem fá umtalsvert fleiri krónur nú í sinn vasa en fyrir ári. Eina ráðið fyrir okkur til að mótmæla þessu er að minnka eldsneytiskaup, reyna að sameina ferðir og fara í strædó.
Verð að segja að mér finnst Atlantsolía bregðast okkur neytendum svolítið hin síðustu misseri. Þeir hækka núna um leið og hinir. Finnst orðið takamarkuð samkeppni miðað við það sem áður var. Þetta er bara orðið eins og hjá ÓB og Bónus, alltaf aðeins ódýrari en engin samkeppni
Hagnast um 2,7 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hárrétt. Ef að maður finnst eldsneytisverð of hátt þá á maður að draga úr notkuninni á eldsneyti. Ekki að væla í ríkisstjórnina!
Ólafur Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 15:00
ég vill frekar að ríkið taki þennann pening heldur en að þeir lækki skattinn því það líta olíufélögin á sem launahækkun,sjáið bara með matarskattinn veit ekki betur en að þeir þjófar stungu þeirri lækkun beint í vasann
steini (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:41
Já, alveg rétt hjá þér Ólafur. Maður á ekki að væla í fólki sem sefur. Það er ókurteisi..
Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.