14.3.2008 | 20:43
Tvær hliðar á öllum málum.
Mér finnst fólk almennt gleyma að það eru tvær hliðar á öllum málum. Ansi er ég hræddur um að þeir sem blggarar sem dómharðastir eru hér myndu nú reyna að sækja sér einhverjar bætur í tryggingarnarfélögin ef þeir lentu 25% örorku.
Hvers á kennarinn að gjalda. Var hann ekki að sinna vinnu sinni eða átti hann bara að leifa krakkanum að vera afskiptalausum í kompunni. Hefði hann þá verið að sinna vinnu sinni eins og við viljum. Held ekki.
Mér finnst ósanngjarnt að gagnrýna þennan dóm útfrá dómum í nauðgunarmálum sem eru í flestum tilfellum allt of vægir. Finnst það reyndar eins og að bera saman epli og appelsínur.
Skoðað gaumgæfilega hvort skaðabótadómi verði áfrýjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og fyrirsögnin bendir til þá eru tvær hliðar á öllum málum. Ég hugsa að enginn efist um að agaleysi innan skóla er staðreynd. Hvers eiga kennarar að gjalda? Á það að vera svo að nemendur geti leyft sér hvað sem er án þess að verða að bera ábyrgð á hegðun sinni? Ég fagna þessari niðurstöðu og vona að Hæstiréttur eigi eftir að staðfesta þennan dóm. Þó ekki væri nema til að vera víti til varnaðar um að það er ekki hægt að leyfa sér hvaða hegðun sem er.
Helena (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:01
Takk Bryndís og Helsena fyrir athugasemdirnar. Sammála ykkur báðum að þetta er virkileg sorglegt og ein að það er allt of mikið agaleysi í skólum en veit ekki hvort það er hægt að kenna agaleysi um viðbrögð barnsins í þessu tilfelli. Það á við sjúkdóm að stríða og spurning hvort það er í réttum skóla eða fái þá séraðstoð sem það þarf þar. Ef þetta er hegðun sem má bara búast við af barninu hvernig er þá öryggi annara barna í þessum skóla tryggt.
Varðandi agaleysið almennt held ég hinsvegar að það sé verulegur misbrestur á kynna börnum og kanski sérstaklaega foreldrum þær skyldur sem fylgja þeim réttindum sem einstakllingur hefur í skóla.
Landfari, 14.3.2008 kl. 21:48
Kennarinn ætti nú að þekkja barnið og vitandi um eineltið og sjúkdóminn asperger. Þegar barn þessi heilkenni lendir í hremmingum sem þessum er þá sniðugt að ætla að sækja það inn í skápinn til að draga það fram aftur í þessar aðstæður. Frekar að leyfa barninu að róa sig niður tala við það í rólegheitunum í gegnum skápinn og reyna að fá það á þá skoðun að koma fram.
Kannski er þessi kennari bara ekki með nægilega þekkingu til að vinna með börnum sem eru með sérkenni. (eins og ég vil kalla það)
Varðandi agaleysið almennt þá held ég að það sé nú ekki verulegur misbrestur á að kynna börnum skyldur sem fylgja þeim réttindum sem þú ert að tala um Landfari
Börn vita sínar skyldur og eru reglulega minnt á það. Þetta er nú ekki bara undir foreldrunum komið að kenna börninum að bera virðingu fyrir fólki og koma vel fram. Heldur eru nú kennarar misjafnir eins og þeir eru margir. Og sumir bara ná ekki til barnanna sem þeir eru að kenna þannig er nú það.
Það eru til kennarar sem að virðast engan áhuga hafa á sínu starfi né þá börnunum eða unglingunum sem þeir eru að kenna og ættu því ekki að vera starfandi.
Það verður að ríkja gagnkvæm virðing. Börnin okkar eru klár en eru líka bara börn og verða að fá að vera það.
Helena skrifaði-
Á það að vera svo að nemendur geti leyft sér hvað sem er án þess að verða að bera ábyrgð á hegðun sinni? Ég fagna þessari niðurstöðu og vona að Hæstiréttur eigi eftir að staðfesta þennan dóm. Þó ekki væri nema til að vera víti til varnaðar um að það er ekki hægt að leyfa sér hvaða hegðun sem er.
Það er þetta sem ég verð reið yfir fyrir utan það að hún er 11 ára og börn gera ýmislegt í bræði sinni. þá er hún líka með heilkenni sem orsakar ýmsar gjörðir. Hún getur ekki borið ábyrgð á gjörðum sínum, getur ekki sett sig í spor annarra, skilur ekki afleiðingarnar ( skilur þær ekki)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:36
afsakaðu stafsetninga villurnar :) skrifaði þetta með hraði :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:37
Fullorðnir eiga sér málbætur í ýmsu td. keyra á ólöglegum harða ,,var orðin allt of sein,, jafnvel í ofbeldis málum var reittur til ,,reiði'' var ,,uppnefndur'' var ýtti við, hinn byrjaði. En hvað gerist þegar 11 ára barn á í hlut gagnvart kennara sem er væntanlega menntaður og vissi af því að barnið átti við sjúkdóm að stríða. En aðal málið er að skólinn virðist ekki vera með jafngildi venjulegrar heimilistryggingar ganvart skaða sem börn valda öðrum í skólanum. Við foreldrarnir erum gerð ábyrggð á því að börnin okkar ráði við allar þær margvíslegu aðstæður sem upp koma á mörg hundruð manna vinnustað. Ég spyr fær barn sem slasast í skóla svona auka bætur ef farið yrði í mál við skólann sem við erum jú SKYLDUG til að senda börnin okkar í hvort sem okkur líkar betur eða verr. Muna að greiða heimilistrygginguna.
haha (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 02:54
ég legg til að foreldrar sendi börn ekki í skóla fyrr en skólar eru búnir að vinnutryggja starfsfólkið. þetta er alveg svakalega sorglegur dómur, sem fær alla foreldra til að hugsa já 10 miljón kr reikningur heim úr skóla og búið að brjóta barnið niður alveg!! hræðilegt, sá á öðru bloggi, að ef t.d. 2 menn vinnu á lager og A keyrir yfir tærnar á B á lyftara, þá færi ekki B í skaðabótamál við A heldur væri slysatrygging sem allir vinnuveitendur er skylt að hafa sem greiðir. Þessir dómarar ættu bara að skamma sýn og fara vinna við einkvað annað
Greta Baldursdóttir dæmdi þætta!!!!!
beb (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:09
Já það er satt, 2 hliðar á öllu, EN voru 2 hliðar á þessu máli ? Þeir sem stóðu að þessari samantekt/úttekt á þessu máli kölluðu til 2 sérfræðinga til að skoða umrædda hurð en enginn sérfræðingur var kallaður til að skoða eða meta stelpuna, það var farið eftir bæklingi um hennar fötlun ... ég vona að þeir sem unnu þessa samantekt/úttekt verði reknir fyrir afglöp í starfi, ég verð sífellt reiðari og reiðari þegar ég fræðist um þetta mál.
Sævar Einarsson, 16.3.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.