Sjálftaka á fé hluthafa.

Þorsteinn Már fer vel af stað í sínu nýja embætti hjá Glittni. Hann var ekki sestur í stjórnarformannsstólinn þegar hann var þegar búinn að spara bankanum tugi milljóna. Nú bætir hann um betur og kemur í veg fyrir hundruð milljóna útgjöld miðað við óbreytt ástand. Næst tekur hann væntanlega á þessum fáránlegu kaupréttaarsamningum sem sem tröllriðið hafa ofurlaunuðum yfirmönnum í bankakerfinu.

Það er beinlíis móðgun við heilbrigða skynsemi almennra hluthafa að halda því fram að öll hækkun á gengi hlutabréfa sé góðum stjórnendum að þakka en lækkunin sé markaðnum að kenna. Núna er verið að samþykkja starfskjarastefnu í mörgum hlutafélögum sem tryggja stjórnendum kauprétt á hlutafé miðað við gengi sem er því sem næst í sögulegu lágmarki. eftir tvö til þrjú ár þegar þetta kreppuástand er liðið hjá og bréfin komin aftur í eðlilegt gengi þá kom stjórarnir og innleysa kaupréttarsamninga á genginu sem núna er og selja fyrirtækjunum aftur, eða á markaði á miklu hæra verði og þakka sér góðan árangur við reksturinn. Hækkanir eru sko ekki neinu að þakka nema góðri sjórnun. Það er bara markaðnum að kenna þegar bréfin lækka. Hækkanir hafa jú ekkert með markaðsaðstæður að gera, bara góða stjórnun og fyrir það á að borga og borga vel.

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr fyrirhugaðri málssókn á hendur fyrri stjórn Glittnis. Vonandi verður hún til þess að koma sjórnum þessara fyrirtækja afur niður á jörðina.

Þorsteinn Már hefur sýnt það að hann nær árangri þar sem hann tekur til hendinni. Það er nokkuð ljóst að það verða ekki allir ánægðir, á einhverjum bitnar niðurskurðurinn. Vonandi verða það samt mildari afleiðingar en þegar hann tók til í rekstri Samheja og loka þurfti fjölmennustu vinnustöðunum í litlum þorpum fyrir norðan. Vænti þess að þetta verði meira í líkingu við það þegar hann fór suður og stjörnaði björgunaraðgerðum á strandstað hérna um árið og allir stóðu uppi sem sigurvegarar.


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta með björgunaraðgerðir Þorsteins Márs varðandi því að lækka laun súkkulaðidrengjanna er auðveldur gerningur núna í fyrstu uppvakningu landsmanna á sjálftöku útvegsmanna á auðlind okkar Íslendinga gjafakvótanum...útvegsmenn fengu aflakvóta landsmanna á silfurfati og til eigin afnota og þá ekki síst til sölu til annara Íslendinga sem vildu róa á sjó...Þorsteinn Már er einn af þessum gæjum sem eru ofarlega á lista sem auðugustu Íslendingar......Vegna gjafakvótans umdeilda þar sem hann fékk ríflegan skerf...Stjórnmálamenn og dómsvaldið hafa ,,litið í hina áttina" og ekki tekið á lögbrotum útvegsmanna...Þorsteinn Már er núna að setja smjörklípu í köttinn sinn og ekkert annað...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Landfari

Þessi tvo mál eru óskyld. Og það er ekki rétt að tala um sjálftöku þegar kvotinn er annars vegar nema kanski í tilfelli Halldórs Ásgrímssonar og annara sem sitja báðu megin við borðið. Það að Þorsteinn Már er með auðugustu mönnum þjóðarinnar er af því að hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem stjórnmálmenn gáfu honum og nokkrum öðrum en aðrir fengu ekki að vera með.

Það hugsar hver um sinn hag. Starfslokasamningur Hannesar hjá FL er ekki bömmer fyrir hann heldur þá sem sömdu við hann. Sama á við um Bjarna Ármannsson hjá Glitni. Hann klúðraði ekki sínum málum heldur stjórnin sem samdi við hann enda eru fyrirhuguð málferli geng stjórninn en ekki Bjarna. Kvótakerfið er ekki útgerðarmönnum að kenna heldur stjórnmálamönnum. Útgerðaraðallinn fékk þetta bara upp í hendurnar eins og hvern annan happadrættisvinning. Þá er ég nú einkum að meina frjálsa framsalið sem þeir vissulega þrýstu á um en það var Alþingi sem átti ekki að láta spila með sig.

Það breytir samt ekki því að svona batteri eins og Samherji er byggir sig ekki sjálft bara af því þeir fengu kvóta. Það þarf miklu meira til. Málið snýst um að spila rétt úr þeim spilum sem þú hefur. Það var enginn kvóti að hjálpa honum þegar hann bjargaði skipinu sínu hérna um árið úr fjörunni. Það hefði allt eins getað endað eins og Vikartindur í brotajárni. 

Ef þú ynnir þann stóra í Happadrættinu, nýbyrjuð að spila, þá gæfir þú hann ekkert eftir þó það mætti segja að sanngjarnara væri gamla konan sem búin er að spila með í 20ár og aldrei unnið, fengi vinninginn.

Það er svo aftur okkur kjósendum að kenna að þessir pólitíkusar sem fara svona með auðlindirnar okkar skuli aftur og aftur kosnir á þing. En þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Landfari, 23.2.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þessi mál eru samofin... Núna er Þorsteinn Már að smyrja smjörinu á köttinn til að villa um að hann er einn af sægreifunum sem fékk gjafakvóta landsmanna í sinn eigin vasa...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Núna er auðvelt að rísa upp og fordæma gjaldtöku Súkkulaðidrengjanna sem ákváðu eigin launakjör í stjórn bankanna...En líti hver einn í eigin barm þar á meðal Þorsteinn Már núna , sem fékk fiskveiðikvóta okkar í sína þágu. án þess að borga fyrir afnot fyrir auðlindina...Þorsteinn Már fékk til eigin nota og í eiginhagsmunaskini fiskveiðiheimildir án þess að borga krónu fyrir...

Þetta eru einkavinir Sjálfstæðismanna, ríkisstjórnarinnar...Gaman væri að stjórnmálaflokkarnir opnuðu bókhald sitt...Þá gætum við séð hverjir múta stjórnmálaflokkunum og greyða þeim fúlgur í kosningasjóði til áframhaldandi stjórnmálasetu...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Landfari

Þorseinn er ekki með köttinn sem bílstjórinn týndi fyrir þér.  Köttur og smjör koma þessu máli ekkert við. Það þarf meira en lítnn einfeldning til að halda að Þorstienn Már í Samherja hættiað vera til af því hann er oðinn stjórnarformaður Glittnis.

Held að það sé ekki hægt að rökræða þetta við þig. Þú virðist ekki skilja að það eru stjórnmálamenn sem gáfu kvótann okkar en ekki útgerðarmenn. Það er alveg rétt að "...Þorsteinn Már fékk til eigin nota og í eiginhagsmunaskini fiskveiðiheimildir án þess að borga krónu fyrir... " Spurningin er hverjum er það að kenna? Þorsteini eða þeim sem létu hann hafa þær?

Sammála þér að stjórnmálaflokkarnir ættu að opna bókhaldið sitt. Ekki af því að ég gruni þá um neitt óheiðarlegt. En slæmt er það ef til eru bissinmenn eru að bera mútur í pólitíkusa en enn verra ef til eru stjórnmálamenn sem þiggja þær. Ég sé samt ekki að þú hafir neinar forsendur til tengja það þessari umræðu.

Landfari, 23.2.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alveg sammála Lundarfara að útgerðarmenn komu hvergi nálægt þessu með gjafakvótann.  Ekki einn einasta og ekki heldur þeir sem þekktu einhverja alþingismenn eða sátu á þingi sjálfir eins og t.d. þessi Halldór Ásgrímsson.  Mig minnir að þetta hafi verið tilskipun frá Danska kónginum og hafi raunar ekkert með Íslendinga að gera.

Björn Heiðdal, 24.2.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband