Óveður og skóli

Það finnst mér alveg furðulegt að þau börn sem komin eru í skólann þegar svona sendur á skuli vera send heim aftur. Hvað er því til fyrirstöðu að börnin geti verið í skólanum áfram, nema kanski að kenarana langi í smá aukafrí.

Að senda þau aftur út í veðrið eða etja foreldrunum aftur af stað að sækja þau er út í hött. Þetta er ekki ífyrsta skipti sem þetta gerist og sennilega ekki það síðasta.

Mikið væri gaman að fá einhverja skýingu á þessu frá þeim sem taka svona ákvarðanir því ekki vil ég trúa því að skýingin hér að ofan sé rétt.


mbl.is Vilja skýr fyrirmæli til foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grunnskólinn er ekki geymslustaður og ef tveir af þrjátíu nemendur eru mættir í skólann er best að senda þau heim þar sem kennarinn er ekki barnapía fyrir þá foreldra sem ekki fara eftir tilmælum lögreglu.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:14

2 identicon

Svar við svari 1

Guðbjörg! Þú ert örugglega kennari er það ekki? Svona vitleysu skrifar enginn með réttu ráði. Ef að foreldrar sjá til þess að koma börnunum með öruggum hætti í skólann, þá er ekkert sem á að hindra það að kennsla fari fram fyrir þau sem mætt eru.

Tilkinning frá yfirvöldum í morgun var að mínu mati óljós og jafn vel röng. Það hefði átt að mælast til að foreldrar sendu ekki börnin af stað í skólann fótgangandi eða þess háttar, en ekki að þau mætu ekki koma.  

sissi (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:36

3 identicon

Nei er ekki kennari en ég þekki marga kennara og á sjálf börn í skóla. Talaði einmitt við nokkra kennara í dag um þetta mál. Mér finnst bara fyndið hvað þetta mál er allt í einu orðið sem enn ein afsökun til að níðast á kennurum. Þeir virðast vera hérna eingöngu til að pirra foreldra í augum sumra. Mér finnst bara vanta jákvæða umræðu um kennara og starf þeirra en alltof oft líta foreldrar á skólann sem geymslustað og kennara sem barnapíur. Kennari barns míns var veikur í rúmlega tvær vikur um tíma og auðvitað fór allt í rugl hjá bekknum þar sem stundum var ekki hægt að redda forfallakennara .. þegar þrír dagar voru liðnir fór blessaður kennarinn að fá hótunarbréf frá sumum foreldrum vegna þess að þriðja daginn þurftu foreldrar að fara í hádeginu og sækja börn sín. Ótrúlegt hvað það virðist vera eriftt að eiga börn.... hvað þá að þurfa að hugsa um þau puff..

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 17:12

4 identicon

Guðbjörg.

Af hverju getur kennari ekki sinnt sinni vinnu ef það eru tveir nemendur í bekkunum. Af hverju breytist þá starfsheitið í barnapíu. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að vandamálin væru þegar það væru of margir í bekknum og get vel skilið það.

Það var nú eins og einn benti á spurning hvernig bæri að skilja það að foreldrar eigi ekki að senda börnin í skólann. Hann túlkaði það þannig að þá teldu yfirvöld að foreldar ættu að fylgja þeim í skólann en ekki senda þau ein. Það má alveg skilja það þannig því það er ekki órökrétt að gera það.

En svona fyrir forvitni sakir, hver er að níðast á kennurum?

Landfari (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:50

5 identicon

nema kanski að kennarana langi í smá aukafrí - stendur í blogginu, ég mætti í minn skóla og þótti það ekki neitt tiltökumál og fannst það heldur ekkert tiltökumál að sjá um "mín" börn þar, enda eru það ekki við kennararnir sem tökum ákvörðun um það - hefði samt frekar viljað hafa allan bekkinn minn þar sem það er einfaldlega þægilegra í framkvæmd og allir halda sínu skipulagi, þetta snýst einfaldlega ekki um það hvort við nennum að vinna eða ekki - þetta var klúðurslega framkvæmt - vísa bara á það sem Magnús Þór Jónsson vinur minn bloggaði um þessa frétt.

Sigríður KENNARI (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband