2.4.2025 | 14:40
Áfallahjálpin
Miðað við frásögn "byssumannsins" er nokkuð ljóst að það hefði verið mun meiri þörf á að veita honum áfallahjálp en björgunarsveitamönnunum.
Maður veltir fyrir sér hvort björgunarsveitarmenn séu aldir upp og þjálfaðir í aðeins of mikilli "bómull" ef þeir þurfa áfallahjálp eftir að hafa séð refaskyttu með haglara.
Það væri mjög fróðlegt að fá frásögn björgunarmannsins sem tilkynnti þetta. Hvað varð til þess að viðkomandi sá ástæðu til að tilkynna þetta og þá eins hvernig tilkynningin er orðuð.
Augljóslega þar lögreglan að bregðast við af alvöru ef þeir fá tilkynningu um að verið sé að beina byssum að fólki, ekki hvað síst fólki með það hlutverk að hafa afskipti af öðrum.
Í frásögn svokallaðs "byssumanns" er ekkert það að finna sem gæti mögulega kallað á þessi viðbrögð en það er augljóslega bara önnur hlið málsins. Ef eitthvað á að vera hægt að læra af þessari uppákomu þurfa báðar hliðar að koma fram.
En það gengur ekki að enn einn ráðherrrann í þessari ríkisstjórn rjúki í fjölmiðla með stóryrtar yfirlýsingar án þess að kynna sér málið ofa í kjölin.
![]() |
Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning