Hvaða vit er í að hafa byggð á Seyðisfirði?

Það eru byggðar snjóflóðavarnir fyrir milljarða en hættan er samt áfram fyrir hendi að sjóflóð falli sem valdi skaða og manntjóni.

Það eru byggðar aurflóðavarnir fyrir milljarða en hættan er enn fyrir hendi að aurflóð falli sem valdi skaða og manntjóni.

Það þarf að bora göng til að komast á staðinn sem kosta tugi milljarða til að komast á staðinn og komast þaðan.

Seyðfirðingar ætla ekki að borga þetta enda ekki á þeirra færi. Miðað við ofantalið þá er eina vitið að ríkið kaupi upp íbúðar og atvinnuhúsnæði á Seyðisfirði á einhverju markaðsverði og fyrri eigendur fái forkaupsrétt að húsnæðinu sem orlofshúsum með takmmarkaðri búsetu.

Kröfurnar í dag um aðgengi að allskyns þjónustu og afþreyingu eru það miklar að það er allt of dýrt fyrir samfélagið að halda uppi byggð með þjónustu á öllum stöðum sem áður þóttu vænlegir til búsetu.

Það versta er að þrátt fyrir allar þessar varnir er fólk hvort sem er aldrei alveg 100% öruggt og rólegt þegar hættuástand skapast.


mbl.is „Hvað ef það hefði verið lokuð heiði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband