7.2.2024 | 18:17
Fjárlög
Það eru árlega samþykkt á alþing lög um útgjöld ríkisins. Það hefur engin stofnun ríkisins heimild tila að fara útfyrir sinn ramma fjárlaga því það er eingöngu alþingi sem hefur heimild til að ráðstafa fé úr ríkissjóði. Gildir þá einu hvort önnur lög segi til um að að einhver stofnun eigi að sinna þessu eða hinu sem krefjist meira fjármagns en ætlað er í fjárlögum hverju sinni.
Það eru til dómafordæmi um ávítur eða brottrekstur forstöðumanns rískistofnunar sem taldi það lagaskyldu sína að sinna skjólstæðingum sínum þótt það krefðist meira fjarmagns en alþingi vildi setja í málaflokkinn.
Það sýnir sig að það gengur engan vegin upp að hægt sé að dæla fé úr ríkissjóði á grundvelli laga eða túlkunar á lögum sem byggðu á allt öðrum forsendum en nú eru uppi. Útlendingastofnun verður, eins og aðrar stofnanir, að halda sig innan þeirra fjárlaga sem ætlaðar eru í málaflokkinn. Ef ásóknin er meiri verður að herða skylyrðin eða sækja um hærri fjárveitingar til alþingis. Það er ekki hlutverk einstakra stofnana eða starfsmanna þeirra að ráðstafa fjármunum ríkisins, gildir einu hvort málefnið sé göfugt eða að hægt sé að tala um siðferðilega skyldu. Það var hvort tveggja undir í áðurnefndu dómafordæmi.
Hömlulaus útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.