4.10.2023 | 13:07
Dregur úr hvata til umhverfisvæns aksturs
Kílómetragjald í stað álags á eldsneyti dregur úr hvata til umhverfisvæns aksturs bensín og díselbíla. Aksturslag hefur talsverð áhrif á eyðslu bíla og þar með þá mengun sem þeir valda.
Dekkjaslit minnkar líka með umhverfisvænum akstri en samkvæmt nýlegum rannsóknum er það ein skaðlegast mengunin af umferðinni.
Kílómetragjald leggst fyrr á rafmagnsbílaeigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þetta má bæta að í dag kostar 75 krónur kílóvattið hjá Instavolt, stór hleðslustöð ofarlega í Keflavík. Sem þýðir að Nissan Leaf notandi borgar um 17 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Um áramót bætast svo 6 krónur við hvern kílómetra. Og þá kosta 100 kílómetrarnir um 2300 krónur. Sem er verðið á rúmum 7 lítrum af bensíni. Sambærilegur bensínbíll notar sennilega undir 7 lítra á hverja hundrað kílómetra og kostar töluvert minna. Kosturinn við rafbíla er því ört að hverfa og hvatinn til að skipta og markmið ríkisstjórnarinnar í orkuskiptamálum með. Þeir verða ekki margir sem leggja út í aukinn kostnað og drægnistress bara til þess að markmið ríkisstjórnarinnar í orkuskiptamálum náist. Hvað þá ef bensínið lækkar svo eftir næsta ár og bensínhákar verða jafnvel ódýrari í rekstri og innkaupum en rafmagnsbílar. Dregið gæti verulega úr sölu rafmagnsbíla strax á næsta ári.
Vagn (IP-tala skráð) 4.10.2023 kl. 16:45
Kwst kostar um 7 tik átta kr, heima hjá fólki. Ef þú villt endilega borga tífalt fyrur kwst. þá þú um það.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.10.2023 kl. 18:38
Og allir kaupa bíla til að halda sig heima.
Vagn (IP-tala skráð) 4.10.2023 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.