Ólíkt því sem haldið hefur verið fram er það skylda tryggingafélaga að búa yfir umframfjármagni til að hafa bolmagn til að standast lögbundnar kröfur um getu til að mæta áföllum í rekstri.
Er það ekki þetta umframfjármagn sem stendur til að greiða hluthöfum? Eða eru iðgjöldin það há að það er til fjármagn umfram "umframfjármagnið" hjá félaginu?
Sjóvá má þó eiga það að þeri felldu niður einn mánuð í fyrra. Það léku það ekki allir eftir.
Sjóvá svarar gagnrýni FÍB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bótasjóðirnir eru það sem verið er að kalla umframfjármagn og það stendur ekki til að greiða það hluthöfum. Iðgjöldin eru það há að hluthafar fá ávöxtun á sinn eignarhlut, jafnvel meiri ávöxtun en ef peningarnir væru geymdir öruggir á bankabók. Fyrirhuguð útgreiðsla er hvorki hefðbundinn arður né greiðsla úr bótasjóðum. Minnka á virði félagsins með því að greiða hluthöfum til baka hluta af eign félagsins. Það er gert með því að kaupa hluta af hlutabréfaeign þeirra og afskrá.
Síðan er spurning hvort verð trygginga eigi að fylgja verði á kartöflum og káli eins og FÍB telur eða launum og viðgerðarkostnaði.
Vagn (IP-tala skráð) 30.9.2021 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.