Þarf að vera málefnleg gagnrýni

"

Er fólki óhætt að tjá sig um störf Hæsta­rétt­ar með meira af­ger­andi hætti en hingað til hef­ur tíðkast?

„Já ég myndi vona að það væri. Að því leyti er kannski gott að hann fór í þetta mál. Hann hef­ur þá stuðlað að því að hvetja menn til dáða að gagn­rýna rétt­inn.“"

Vona að þetta verði ekki til að opna gáttir "virkra í athugasemdum" fyrir almennt skítkast í garð réttarins, eins og alltof mörgum þeirra hættir til. Sérstaklega þegar dómsniðurstaða er ekki að þeirra skapi.

Það er ekki á allra færi að koma fram með eins vel rökstudda og málefnalega gagnrýni og Jón hefur stundað. Slík gagnrýni veitir aðhald sem á stundum virðist virkilega vera þörf fyrir.

Þó Jón nefni það hér þá virðist hann ekki undrast það jafn mikið og ég hvers vegna mér er gert að taka þátt í að greiða málskostnað í svona einkamáli. Hver eru rökin fyrir því? Málsaðilar eru borgunarmenn fyrir þessum kostnaði og þurfa ekki ríkisaðstoð.

 


mbl.is „Hljóta að vera alvarleg tíðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband