1.3.2025 | 23:24
Brjálæðingar og friðarumleitanir.
Það er svolitið sérstakt að þegar meintur brjálæðingur kemst til valda í USA fari friðarviðræður á fullt í Úkraínu. Þeir aðrir sem skilgreina sig sem ekki brjálæðinga hafa haft 3 ár en ekkert gerst nema að bestu menn Úkraínu voru sendir á vígvöllinn í tugþúsunda tali sem fallbyssufóður.
Persónulega hef ég meiri áhyggjur af því hvað Trumparinn er að pæla sunnar á hnettinum.
![]() |
Þau eru að leika sér að eldinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 22:41
Aukaframlög
Ríkisstjórnin hennar Kristrúnar myndi nú trúlega ekki gráta það að fá helst nokkrar millur í tómlegan ríkiskassann fra sjálfstæðismönum.
![]() |
Lögreglan sektar landsfundargesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 22:25
Alþingi og stjórnarskráin
Það þykir mörgum nóg um hvað Alþingi Íslendinga er duglegt við að afsala sér löggjafarvaldinu sem því er falið samkvæmt stjórnarskránni, í hendur mishæfra embættismanna. En það er ekki allt. Nú kemur í ljós að embættismenn eiga líka að taka að sér að yfirfara og breyta eftir atvikum og eigin geðþótta, ákvörðunum dómsvaldsins.
Mig minnir að það hafi komið fram að lögfræðingar séu langfjölmennesta stéttin á þingi. Spurning hvort það þurfi ekki að setja einhver fjöldatakmörk á þessa stétt inná þinginu ef rétt er.
![]() |
Framkvæmdin brot á stjórnarskrá lýðveldisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)