Hvað hafa þeir fram að færa.

Nú þurfa kósendur að fara að gera upp við sig hvernig forseta þeir vilja á Bessastaði.

Vilja þeir einhvern sem virkar eins og stimpipúði fyrir framkvæmdavaldið sem hefur jú lögjafarvaldið algerlega í vasanum. Meðan formenn þingflokka hafa allt að segja um framgang þingmanna í valda og virðingarstiganum er ekki að vænta neinna athugasemda frá þingmönnum um gjörðir formanns í ráðherrastól.

Þingmenn samþykkja einfaldlega það sem þeim er sagt að samþykkja, það sjáum við aftur og aftur. Þessu mætti svolítið breyta með því að kjósendur fengju að númera frambjóðendur á þeim lista sem þeir kjósa. Þannig minnkuðu til muna áhrif formanna á uppröðun á lista.

En meðan ástandið er eins og það er, að framkvæmdavaldið fær ekkert aðhald frá löggjafarvaldinu, þá er nauðsynlegt að þjóðin geti veitt það aðhald. Það getur hún ef hún hefur sinn mann á forsetastóli sem hún getur treyst til að beina til hennar málum þegar þurfa þykir. Bara það eitt að framkvæmdavaldið viti að það kemst ekki upp með hvað sem er verður sjálfkrafa til þess að það vandar sig meira í sínum ákvarðanatökum.

Það verður fróðlegt að sjá í kvöld hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa annað en fagurgala um sig og sitt ágæti. 


mbl.is Halla Hrund nýtur mests stuðnings í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband