30.4.2024 | 10:29
Mbl hefur valið 4 fyrir þjóðina að velja úr.
Það er rúmur tugur manna í framboði til forseta en á upphafslínu kosningabaráttunnar hefur mbl auðveldað okkur valið með því að velja fyrir okkur 4 kandídata sem við hin meigum velja úr.
Svo hélt maður sakv. nýustu fréttum að ruv skrapaði botninn hvað varðaði góða blaðamennsku.
Það verður að segjast eins og er að þetta er það aumasta fjölmiðill getur gert í hlutlausri umfjöllun. Eðli málsins samkvæmt eiga þekktari andlit auðveldari leið að vali kjósanda en að leifa ekki öllum í byrjun að kynna sig og sín sjónarmiðið er eitthvað sem ég hélt að hefði dáið út með gömlu flokksblöðunum.
Offramboð á leiðindum í nokkur ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2024 | 09:59
Fáránleg ráðstöfun frjármuna.
Trúarbrögð hafa frá örófi alda verið notuð til að hafa fé af fólki. Oftar en ekki hafa þeir beturstæðu hagnast á kostnað þeirra sem minna meiga sín.
Loftlagsvártrúarbrögðin eru engin undantekning frá þessu. Árum saman hafa dýrir bílar fyrir þá betur stæðu verið niðurgreiddir um milljarða og undanþegnir sameiginlegum kostnaði í vegaviðhaldi og annari skattlagningu meðan bílar sem hinir efnaminni hafa ráð á eru sífellt meira skattlagðir.
Allt í nafni loftlagsvártrúarinnar.
Hefði hinsvegar þessum milljörðum verði varið í að bæta dreifikerfi raforku á landinu hefði mátt koma í veg fyrir mun meiri losun CO2 en orðið hefur með þessum gjafagjörningi til hinna betur stæðu. Það hefði að vísu kostað að einhverjir þeirra hefðu þurft að skera aðeins niður í mengandi utanlandsferðum sem þeim ber jú siðferðilaga meiri réttur til að fara í því bíllinn þeirra mengar svo lítið.
20 dráttarbílar jafnast á við þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)