Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Ég gat nú ekki fundið í frásögnum af þessum pistli Sigursteins hvað það er sem hann kallar hatursfullt, persónulegt skítkast og illgirni. Hef lesið ýmislegt frá frambjóðendum og séð fleiri en einn vitna í verk og ummæli Katrínar.

Ég hef engann séð leiðrétta að þar sé ekki farið með staðreyndir. Allra síst Sigurstein sem ég hef ekki séð tjá sig um forsetakosningarnar fyrr en nú. Er það virkilega svo að hann telji það hatursfullt og illgirni að segja frá gjörðum Katrínar í aðdraganda kosninganna.

Þetta er bara í alvöru að verða eins og í Rússlandi. Ekki bara að fara beint úr forsætisráðherrastólnum í forsetann heldur banna allt og alla sem ekki hafa rétta skoðun á gjörningnum og einstökum kostum valdsmannsins.


mbl.is Ósáttur með hatursfulla og illgjarna umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband