22.4.2024 | 01:04
Ákærði lögreglan eða ríkissaksóknari?
Ef ég man rétt þá felldi lögreglan málið niður sem tilefnislausr eftir frumrannsókn á kæru savmtakanna, án ákæru.
Samtökin 78 vildu ekki una því og kærðu niðurfellinguna til hins samkynhneigða ríkissaksóknara sem ekki brást sínum félögum og í krafti embættis síns krafðist ítarlegri rannsóknar og ákæru.
Fyrir leikmann gæti það litið þannig út að ríkissaksóknari með áralanga, ef ekki áratuga, reynslu hafi gert það gegn betri vitund um líkur á sakfellingu í þeim tilgangi að koma ákærustimpli á Pétur og Útvarp sögu.
Einhver gekk svo langt að segja að ríkissaksóknari hlyti að sjá sóma sinn í að segja afsér þegar hann ákvað að áfría til hæstaréttar ef, niðursta réttarins yrði sú sama og allra annara sem að málinu komu.
það hefur allavega sýnt sig að þessi ákæra og áfríanir henni tengdar hafa loðað við Pétur og útvarpið og einatt dregnar upp þegar minni spámenn þrýtur rök til að hallmæla stöðinni. Síðan verur fjöðrin að hænu hjá fáfróðum og sakfellingin augljós í trausti gullfiskaminnis almennings.
Það hlýtur að vera okkur öllum fagnaðarefni að svona hatursfullir einstaklingar eins og viðkomandi varaþingmaður, eigi ekki lengur greið leið á alþingi á vegum og ábyrgð flokksins.
Eins væri fróðlegt að vita hvað þetta gönuhlaup samtakanna 78 kostaði samfélagið og einstaklingana sem í því lentu. Það voru fleiri en Pétur.
Ég ætla að leifa mér að fullyrða að aldrei hefði fyrrum formanni og stofnanda Samtakanna 78, Herði Torfasyni, dottið í hug að misbjóða almennri skynsemi með svona framgöngu. Það er að stærstm hluta honum að þakka sá viðsnúningur sem varð hér á landi á afstöðu til samkynhneygðra. Það bakslag sem því miður má finna meðal þjóðarinnar í þessum málum tel ég að megi rekja beint til breyttrar framgöngu Samtakanna 78 eftir óvinveitta yfirtöku hér um árið og úrgöngu manna eins og Harðar í kjölfarið.
Arnþrúður svarar Ingu Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)