6.3.2024 | 01:13
Fyrir alla að njóta
Það er með ólÄ«kindum hvað margt tiltölulega vel gefið fólk heldur að hægt sé að halda hér uppi velferðarkerfi og jafnframt hafa svotil opin landamæri.
Ekkert af þessu fólki er samt tilbúið að hleypa öllum inn fyrir sín "prsónulegu landamæri" ef svo má orða það og skilja hús sín eftir opin svo aðrir geti notið þess sem þar er að finna.
það er enginn tilbúinn til að strita myrkranna á milli til að allir aðrir sem jafn illa eða verr eru settir geti notið þess. Þá er einfaldlega ekkert eftir fyrir viðkomandi. Hinsvegar kostar ekkert að vera örlátur á annara manna fé og sjálfsagt að slá sig til góðmennskuriddara með þeim hætti.
Persónulega hafði ég nú ekki hugmynd um að þessi annars ágæta kona væri í Samfylkingunni en það hljóta að teljast góðar fréttir fyrir flokkinn ef þar er einu fíflinu færra. Það var allavega niðurstaða Flokks fólksins hérna um árið þegar tvem var vísað úr flokknum fyrir fíflalæti þó af ólíkum toga væru.
Yfirgefur Samfylkinguna vegna útlendingahaturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)