Ákvörðunin.

Einhvern vegin finnst manni nokkuð ljóst að Eyjólfur ætlar í framboð. Sama á við um Baldur.

 

Ef til vill eru fylgiskannanir í gangi sem þeir eru að bíða eftir niðurstöðum úr sem gætu orðið til að ekki verði af framboði.

 

Báðir mjög frambærilegir þó Eyjólfur hafi eihvern vegin vinningin af þessum tveim í mínum huga, þekkjandi hvorugan. Kannski bara eitthvað sem tikkaði í rétt box það sem hann nefnir um lýðræðið og málfrelsið. Á móti hefur maður ekkert séð enn frá Baldri þannig að þetta eru ótímabærar pælingar, enda verða fleiri frambærilegir í kjöri. Mér stendur hinsvegar stuggur af fleiri Davos liðum í æðstu embætti landsins. Það er meira en nóg að hafa Katrínu.


mbl.is Eyjólfur tilkynnir ákvörðun fyrir páska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband