7.2.2024 | 18:47
Virðingarleysi.
Miðað við nýjustu fréttir ætti að banna blðamönnum RÚV öðrum fremur alla að komu að Grindavík.
Það er vægast sagt ósemkklegt að gera sér fréttamat með myndum og viðtölum við fólk sem er í kapphlaupi við tímann að bjarga eigum sínum. Get ekki ímyndað mér að það sé að þeirra ósk að rekinn sé hljóðnemi í andlitið á því og það beðið svara um hvernig því líði þegar það er með búslóðina í opnum kerrum og birta fyrir alþjóð. Þessar upplýsingar er hægt að fá miklu betri í viðtölum í betra tómi annars staðar. En það er sennilega ekki eins spennandi efni því mörg okkar þrífumst á óförum annara.
Blaðamannafélagið stefnir ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 18:17
Fjárlög
Það eru árlega samþykkt á alþing lög um útgjöld ríkisins. Það hefur engin stofnun ríkisins heimild tila að fara útfyrir sinn ramma fjárlaga því það er eingöngu alþingi sem hefur heimild til að ráðstafa fé úr ríkissjóði. Gildir þá einu hvort önnur lög segi til um að að einhver stofnun eigi að sinna þessu eða hinu sem krefjist meira fjármagns en ætlað er í fjárlögum hverju sinni.
Það eru til dómafordæmi um ávítur eða brottrekstur forstöðumanns rískistofnunar sem taldi það lagaskyldu sína að sinna skjólstæðingum sínum þótt það krefðist meira fjarmagns en alþingi vildi setja í málaflokkinn.
Það sýnir sig að það gengur engan vegin upp að hægt sé að dæla fé úr ríkissjóði á grundvelli laga eða túlkunar á lögum sem byggðu á allt öðrum forsendum en nú eru uppi. Útlendingastofnun verður, eins og aðrar stofnanir, að halda sig innan þeirra fjárlaga sem ætlaðar eru í málaflokkinn. Ef ásóknin er meiri verður að herða skylyrðin eða sækja um hærri fjárveitingar til alþingis. Það er ekki hlutverk einstakra stofnana eða starfsmanna þeirra að ráðstafa fjármunum ríkisins, gildir einu hvort málefnið sé göfugt eða að hægt sé að tala um siðferðilega skyldu. Það var hvort tveggja undir í áðurnefndu dómafordæmi.
Hömlulaus útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 17:50
Framtíðin í Grindavík.
Það má gera ráð fyrir að yfirvöld vilji vita hverjir eru inná hættusvæðinu hverju sinni og því einfaldara fyrir þau að það séu sömu aðilar allann daginn en mönnum ekki skipt út á kannski hálftíma fresti. Samt einfaldara að breyta nafnaskráningunni en flytja vörurnar á milli bíla. Ef neyðarástand kæmi upp gæti hinsvegar einhver smá misskilningur haft alverlegar afleiðingar. En að amast við farmflutning milli bíla er á engan hátt á gráu svæði varðandi öryggisþáttinn.
Ef spár visindamanna um að saga jarðhræringa á Reykjanesskaganum endurtaki sig má gera ráð fyrir að eftir 10 til 20 ár verði mun öruggara að búa í Grindavik en t.d. í Hafnarfirði þvi jarðhræringarnar með tilheyrandi gosum næstu 50-200 árin færi sig austur á bóginn.
Gott dæmi um fáránleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)