Málsstaður Palestínumanna.

Það skyldi engan undra að stuðningur við málsstað Palestínumanna hafi farið minnkandi að undanförnu eftir þá lítilsviðingu sem þeir hafa sýnt íslendingum og þjóðþinginu undanfarna mánuði.

Það er óhætt að fullyrða að ekkert hafi unnið eins gegn málsstað Palesínumanna hér á landi eins og framkoma þessara mótmælenda á Austurvelli og við Ráðherrabústaðinn. Palestínumenn áttu samúð og skilning nær allra Íslendinga í þeirri fordæmalausu stöðu sem þeir eru í eftir linnulausar árásir Ísraels, mikið til á börn og saklaust fólk. Að nota villimannslega árás Hamas inn fyrir landamæri Ísraels sem afsökun á þjóðarmorði er ekki bjóðandi hugsandi fólki.

En það renna tvær grímur á fólk þegar þakkirnar sem Palestínumenn hafa sýnt fyrir það sem þó hefur verið gert fyir þá er ekkert nema vanvirða, skítkast og að heimta meira.


mbl.is Keyrt á mótmælanda fyrir utan Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband