12.2.2024 | 14:09
Ótrúleg nákvæmni í verðmati.
Það er með olíkindum að 95% af brunabótamati sé akkúrat það sama og kaupverð íbúðarinnar hjá þessu unga fólki. Það hlýtur samt að vera ef mismunur þess sem þau hafa lagt út fyrir íbúðina ásamt endurbótum og bótanna er þessi milljón sem þau hafa lagt í endurbæturnar. Þá er eins og fram kemur ekki verið að meta mikla eigin vinnu til fjár sem væri örugglega talsverð upphæð ef hún hefði verið aðkeypt.
Hvar á maður að kaupa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2024 | 01:25
Frjálslega farið með.
Þó Trump sé ólíkindatól þá finnst mér gæta ónákvæmni þegar ummæli hans eru útfærð sem hann hvetji rússa til árása á nató þjóðir.
Í fyrsta lagi þá er hann eingöngu að tala um þær þjóðir sem ætla öðrum að greiða fyrir varnir sínar. Svo er hitt að hann segir að ef rússar, eða aðrir, ráðast á þjóðir sem ekki hafa tekið þátt í sameiginlegum kostnaði þá sé honum slétt sama hvað þeir geri. Ameríku komi það ekki við.
Við þekkjum þetta öll vel hér t.d. hjá tryggingarfélögunum. Maður búinn að vera með innbústryggingu áratugum saman hjá sínu tryggingafélagi en greiðir af óskilgreindum ástæðum ekki iðgjaldið eitt árið þá er viðkomandi félagi slétt sama hvað innbrotsþjófur gerir ef hann brýst inn það árið. Félagið kemur þér ekki til hjálpar en það er ekki þar með sagt að tryggigafélagið sé að hvetja til innbrota hjá þér.
Stoltenberg bregst við ummælum Trumps um NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2024 | 00:39
Rökréttara að nota fasteignamat
Þar sem ekki stendur til að greiða styrki eða bætur til eigenda vegna endurbygginar eða viðgeða á þessum húsum heldur hreinlega kaupa þær er rökréttara að miða við fasteignamat.
Fasteignamatið á að endurspegla virði húsnæðis á markaði hverju sinni sem ætti að vera nær þeirri upphæð sem viðkomandi greiddi fyrir eignina við kaup.
Brunabótamatið á að endurspegla kostnað við byggingu sambærilegs húss og tekur ekki tillit til gæða vegna staðsetningar eða andvirði lóðar.
Það væri upplýsandi að fá að heyra rökin fyrir þeirri ákvörðun að notast við brunabótamatið en ekki fasteignamatið.
Grindvíkingar gera athugasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)