13.1.2024 | 13:27
Aðeins of langt gengið.
Það er vissulega full ástæða tila að vera á varðbergi gagnvart peningaþvætti eins og ég geri ráð fyrir að sé ástæaðan fyrir þessum takmörkunum. En er þetta ekki aðeins of langt gengið. Sé ekki fyrir mér að þeir sem eru að stunda peningaþvætti séu að dunda sér með einhverja þúsundkalla. Það hljóta að vera mun hærri upphæðir í spilunum þó vissulega geri margt smátt eitt stórt.
Svo er hinn möguleikinn að Landsbankinn sem er enn með nokkur útibú þar sem hægt er að fá þjónustu sé að reyna að forðast að lenda í því að vera að þjónusta viðskiptavini Arion banka sem er búinn að loka flestum ef ekki öllum útibúum sínum nema einu.
En starf gjalkera í banka virðist heyra sögunni til. Fór í eitt útibúa Landsbankans um daginn og þar fékkst ekki nokkur maður til að taka við peningum sem greiðslu. Var vísað á ATM róbót með allt sem hét seðlar. En þá þarf maður að eiga plastkort sem bankarnir, allir nema Indó, rukka fúlgur fjár fyrir skaffa sínum viðskiptavinum. Við erum að tala um milljarða á hverju ári í allskonar þjónustugjöldum hjá örþjóð.
Nú, eruð þið ekki með íslenska peninga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)