En hvað með starfandi blaðamenn.

Það er nú gott og blessað að eldri blaðamenn, væntanlega fyrrverandi blaðamenn, sjái að félagið þurfi forsvarsmenn með hreinan skjöld.

 

En hvað er að frétta af starfandi blaðamönnum? Þeim sem flytja okkur fréttir i dag. Er orðspor þeirra sjálfra þannig að þeim sé slétt sama undir hvernig merkjum þeir starfa? Hvenær segja þeir skilið við félagið eða skilja stjórnina frá félaginu?

 

Sá einhvers staðar að Sigríður var að afsaka sig með að eiginmaður hennar ætti félagið í dag. Minnist þess ekki að hún hafi gert mikinn greinarmun á því hvort Sigmundur eða frúin hafi átt Wintris hérna um árið. Félag sem hvers eignir voru allar taldar fram á skattframtali þótt þær hafi ekki ratað í rétta dálka hjá endurskoðanda.


mbl.is Rufu áratuga hefð – Styðja Hjálmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband