Færsluflokkur: Bloggar

Til fyrirmyndar

Ef það er rétt sem sagt er að textíliðnaðurinn sé að skila meira en tvöföldu magni af co2 frá sér en notkun eikabílsins þá verður að hrósa svona fyrirmyndum. Sérlega þegar tekið er tillit til þess hve algengt er að kjólar sé nánast einnota, eigöngu vegna hégóma eigandans og samfélagsins.


mbl.is Hildur mætti í sama kjólnum fjögur ár í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlægt dýraníð við laxveiðar

Það er  með ólíkindum að veiðimenn skuli vera stoltir af þeim níðinsskap sem allt of algengur er hjá laxveiðimönnum að nýta ekki bráð sína til matar.

Nú er það ljóst að það getur verið hin besta skemmtun að stunda veiði en það verður að gera þá lagmarks kröfu til allra veiðmanna að bera virðingu fyrir bráð sinni og séu ekki að kvelja hana að óþörfu. Að veiða lax til þess eins að sleppa honum er það sóðalegasta við sportveiðar sem menn stunda. Að hreykja sér af því að hafa kvalið bráð sína í lengri tíma og vilja svo ekkert hafa með hana að gera þegar bardaganum er lokið ber ekki vott um gott siðferði.

Það er ójafn leikur og ekki með samþykki beggja þegar laxveiðimenn stunda veiðar bara sér til skemmtunar. Þó að margir laxar lifi þennan leik af þá eru þeir særðir og langt frá því að þeir lifi allir. Þeir sem það gera ekki geta átt langt dauðastríð framundan eftir sleppingu. 

Það verður að gera þá almennu siðferðiskröfu til allra veiðimanna að þeir beri lágmarks virðingu fyrir bráð sinni og séu ekki að særa hana sér til skemmtunar eingöngu, án þess að nýta hana.

 

 


mbl.is Sífellt hærra hlutfalli af laxi er sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr og hættuleg.

Það bendir ýmislegt til að þessi ráðherra verði þjóðinni bæði dýr og stórhættuleg í embætti.

þó stór meirihluti þjóðarinnar sé mjög andsnúinn innrás Rússa í Úkraníu þá er líka stór meirihluti þjóðarinnar ósáttur við Ísland sé orðinn beinn þáttakandi í stríðinu sem gerðist þegar við vopnakaup ráðherrans.

þetta einkaflipp ráðherrans er grundvallar stefnubreyting sem hefði með réttu àtt að bera undir þjóðina.


mbl.is Þórdís Kolbrún á leið til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn og virkjanir

Er þeað eðlilegt að forseti eigi að hafa einhverja opinbera skoðun à einstokum virkjunum?

það varð nú ekkert smámál þegar Ólafur á sínum tíma míssti út úr sér  að vegirnir á Barðaströndinni mættu vera betri.


mbl.is Gefur ekki upp afstöðu til virkjana á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattskyld hlunnindi?

 Nú kemur ekki fram hvort það eru framboðin sem slík eða kosningaskrifstofur þeirra sem fengu bílana lánaða eða frambjóðendurninr sjálfir persónulega.

Breytir samt trúlega engu um skattskyldu þessara hlunninda hafi frambjóðendurnir bíla til ótakmarkaðra persónulegar nota líka.

Skyldi Gnarrinn hafa getið um þessi hlunnindi sín á framtali síðast þegar hann naut þeirra?


mbl.is Halla Hrund og Jón Gnarr bæði á lánsbílum frá Brimborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hafa þeir fram að færa.

Nú þurfa kósendur að fara að gera upp við sig hvernig forseta þeir vilja á Bessastaði.

Vilja þeir einhvern sem virkar eins og stimpipúði fyrir framkvæmdavaldið sem hefur jú lögjafarvaldið algerlega í vasanum. Meðan formenn þingflokka hafa allt að segja um framgang þingmanna í valda og virðingarstiganum er ekki að vænta neinna athugasemda frá þingmönnum um gjörðir formanns í ráðherrastól.

Þingmenn samþykkja einfaldlega það sem þeim er sagt að samþykkja, það sjáum við aftur og aftur. Þessu mætti svolítið breyta með því að kjósendur fengju að númera frambjóðendur á þeim lista sem þeir kjósa. Þannig minnkuðu til muna áhrif formanna á uppröðun á lista.

En meðan ástandið er eins og það er, að framkvæmdavaldið fær ekkert aðhald frá löggjafarvaldinu, þá er nauðsynlegt að þjóðin geti veitt það aðhald. Það getur hún ef hún hefur sinn mann á forsetastóli sem hún getur treyst til að beina til hennar málum þegar þurfa þykir. Bara það eitt að framkvæmdavaldið viti að það kemst ekki upp með hvað sem er verður sjálfkrafa til þess að það vandar sig meira í sínum ákvarðanatökum.

Það verður fróðlegt að sjá í kvöld hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa annað en fagurgala um sig og sitt ágæti. 


mbl.is Halla Hrund nýtur mests stuðnings í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl hefur valið 4 fyrir þjóðina að velja úr.

Það er rúmur tugur manna í framboði til forseta en á upphafslínu kosningabaráttunnar hefur mbl auðveldað okkur valið með því að velja fyrir okkur 4 kandídata sem við hin meigum velja úr.

Svo hélt maður sakv. nýustu fréttum að ruv skrapaði botninn hvað varðaði góða blaðamennsku.

Það verður að segjast eins og er að þetta er það aumasta fjölmiðill getur gert í hlutlausri umfjöllun. Eðli málsins samkvæmt eiga þekktari andlit auðveldari leið að vali kjósanda en að leifa ekki öllum í byrjun að kynna sig og sín sjónarmiðið er eitthvað sem ég hélt að hefði dáið út með gömlu flokksblöðunum. 


mbl.is Offramboð á leiðindum í nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg ráðstöfun frjármuna.

Trúarbrögð hafa frá örófi alda verið notuð til að hafa fé af fólki. Oftar en ekki hafa þeir beturstæðu hagnast á kostnað þeirra sem minna meiga sín.

Loftlagsvártrúarbrögðin eru engin undantekning frá þessu. Árum saman hafa dýrir bílar fyrir þá betur stæðu verið niðurgreiddir um milljarða og undanþegnir sameiginlegum kostnaði í vegaviðhaldi og annari skattlagningu meðan bílar sem hinir efnaminni hafa ráð á eru sífellt meira skattlagðir.

Allt í nafni loftlagsvártrúarinnar.

Hefði hinsvegar þessum milljörðum verði varið í að bæta dreifikerfi raforku á landinu hefði mátt koma í veg fyrir mun meiri losun CO2 en orðið hefur með þessum gjafagjörningi til hinna betur stæðu. Það hefði að vísu kostað að einhverjir þeirra hefðu þurft að skera aðeins niður í mengandi utanlandsferðum sem þeim ber jú siðferðilaga meiri réttur til að fara í því bíllinn þeirra mengar svo lítið.


mbl.is 20 dráttarbílar jafnast á við þúsund fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúv og trúverðugleikinn.

Það er engu líkara en það sé kappsmál hjá fréttastofu Rúv að firra sig öllum tengslum við trúverðugleika.

Það verður alltaf erfiðara og erfiðara með hverjum mánuðinum sem líður að finna réttlætingu fyrir almenning að eyða milljörðum í þá áróðursmaskínu sem fréttastofa er orðin ber að því að vera.

Það er full ástæða til að taka undir hvert orð í pistli Ögmundar.


mbl.is Ögmundur kemur Maríu Sigrúnu til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Ég gat nú ekki fundið í frásögnum af þessum pistli Sigursteins hvað það er sem hann kallar hatursfullt, persónulegt skítkast og illgirni. Hef lesið ýmislegt frá frambjóðendum og séð fleiri en einn vitna í verk og ummæli Katrínar.

Ég hef engann séð leiðrétta að þar sé ekki farið með staðreyndir. Allra síst Sigurstein sem ég hef ekki séð tjá sig um forsetakosningarnar fyrr en nú. Er það virkilega svo að hann telji það hatursfullt og illgirni að segja frá gjörðum Katrínar í aðdraganda kosninganna.

Þetta er bara í alvöru að verða eins og í Rússlandi. Ekki bara að fara beint úr forsætisráðherrastólnum í forsetann heldur banna allt og alla sem ekki hafa rétta skoðun á gjörningnum og einstökum kostum valdsmannsins.


mbl.is Ósáttur með hatursfulla og illgjarna umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband