14.5.2024 | 23:19
Dýr og hættuleg.
Það bendir ýmislegt til að þessi ráðherra verði þjóðinni bæði dýr og stórhættuleg í embætti.
þó stór meirihluti þjóðarinnar sé mjög andsnúinn innrás Rússa í Úkraníu þá er líka stór meirihluti þjóðarinnar ósáttur við Ísland sé orðinn beinn þáttakandi í stríðinu sem gerðist þegar við vopnakaup ráðherrans.
þetta einkaflipp ráðherrans er grundvallar stefnubreyting sem hefði með réttu àtt að bera undir þjóðina.
Þórdís Kolbrún á leið til Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2024 | 02:05
Forsetinn og virkjanir
Er þeað eðlilegt að forseti eigi að hafa einhverja opinbera skoðun à einstokum virkjunum?
það varð nú ekkert smámál þegar Ólafur á sínum tíma míssti út úr sér að vegirnir á Barðaströndinni mættu vera betri.
Gefur ekki upp afstöðu til virkjana á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2024 | 13:52
Skattskyld hlunnindi?
Nú kemur ekki fram hvort það eru framboðin sem slík eða kosningaskrifstofur þeirra sem fengu bílana lánaða eða frambjóðendurninr sjálfir persónulega.
Breytir samt trúlega engu um skattskyldu þessara hlunninda hafi frambjóðendurnir bíla til ótakmarkaðra persónulegar nota líka.
Skyldi Gnarrinn hafa getið um þessi hlunnindi sín á framtali síðast þegar hann naut þeirra?
Halla Hrund og Jón Gnarr bæði á lánsbílum frá Brimborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2024 | 14:51
Hvað hafa þeir fram að færa.
Nú þurfa kósendur að fara að gera upp við sig hvernig forseta þeir vilja á Bessastaði.
Vilja þeir einhvern sem virkar eins og stimpipúði fyrir framkvæmdavaldið sem hefur jú lögjafarvaldið algerlega í vasanum. Meðan formenn þingflokka hafa allt að segja um framgang þingmanna í valda og virðingarstiganum er ekki að vænta neinna athugasemda frá þingmönnum um gjörðir formanns í ráðherrastól.
Þingmenn samþykkja einfaldlega það sem þeim er sagt að samþykkja, það sjáum við aftur og aftur. Þessu mætti svolítið breyta með því að kjósendur fengju að númera frambjóðendur á þeim lista sem þeir kjósa. Þannig minnkuðu til muna áhrif formanna á uppröðun á lista.
En meðan ástandið er eins og það er, að framkvæmdavaldið fær ekkert aðhald frá löggjafarvaldinu, þá er nauðsynlegt að þjóðin geti veitt það aðhald. Það getur hún ef hún hefur sinn mann á forsetastóli sem hún getur treyst til að beina til hennar málum þegar þurfa þykir. Bara það eitt að framkvæmdavaldið viti að það kemst ekki upp með hvað sem er verður sjálfkrafa til þess að það vandar sig meira í sínum ákvarðanatökum.
Það verður fróðlegt að sjá í kvöld hvað frambjóðendurnir hafa fram að færa annað en fagurgala um sig og sitt ágæti.
Halla Hrund nýtur mests stuðnings í nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)