21.12.2023 | 11:25
Að dæma gjörðir fortíðar útfrá siðferði samtíðar
Það er sorglegt að sjá hvernig komið er fram við minningu látins manns í tilfelli séra Friðriks. Það kom fram í Kastljósi rúv að það er eingöngu á misvísandi sögusögnum sem hann er sviptur æru sinni nú.
það vekur athygli að menn koma ýmist alveg af fjöllum varðandi meinta misnotkun hans eða fullyrða að þetta hafi veri altalað á sínum tíma. Það er ljóst að það verður alltaf til fólk sem reynir að finna eitthvað ljótt í fari annara og ef ekki tekst að finna eitthvað má bara túlka hlutina þannig að þókni málstaðnum. Síðan ef þetta er nefnt nógu oft heyrir vikomandi þetta allstaðar frá í sínum bergmálshelli.
Í þessu máli er komið fram, m.a. samkv. áðurnefndum Kastljósþætti, að engar ransóknir, staðfestingar eða sannanir liggja fyrir sem réttlæta ærumissi séra Friðriks. Eingöngu sögusagnir, oftast þiðja aðila sem þá túlka eitthað sem þeir hafa heyrt á þann veg sem þeir sjálfir kjósa.
Eitt af því sem ég hef séð sem átti að vísa til meintrar barnagirndar sérans var staðsetning handar drengsins í styttunni sem Reykjavíkurborg hyggst fjarlægja. Á þeim tíma sem styttan var gerð hefði verið óviðeigandi hefði drengurinn stutt hönd á öxl prestsins. Það hefði verið tákn um jafntæði milli þeirra eða að drengurinn væri hærra sttur prestinum í því stéttaskipta þjóðfélagi sem þá var.
Einnig hefur verð mikið gert úr því að séra Friðrik kyssti drengina á munninn en ekki kinnina í kveðjuskini. Þetta var bara til siðs á sínum tíma og er reyndar enn í mörgum fjölskyldum. Ég man það alveg hvað mér þótti óþægilegt að þurfa í æsku að kyssa alla frændur og frænkur að loknum jólaboðum og öðrum fjölskyldusamkomum. Mér vitanlega hefur enginn sakað neitt þeirra um barnagirnd. Móðir mín heitin leysti þetta með því að segja mér að kyssa bara á kinnina, lausn sem allir vor sáttir við það ég best veit.
það að taka drengina á eintal en ekki engöngu ræða við þá í hóp bauð uppá hættu á misnotkun hjá þannig þenkjandi einstakling. Hitt verður, enn sem komið er, að telja líklegra að með því hafi séra Friðrik verið að því sem kallað er í dag, að valdefla drengina. Þeir væru þess verðir að tala við leiðtogann "maður á mann".
Það er svo augljóst að það eru engar forsendur til dæma menn fyrir gjörðir í fortíð útfra þekkingu og siðvenjum samtíðar.
Enn sem komið er fátt sem bendir til annars en þessar ásakanir sem fram eru komnar séu ódýr auglýsingabrella rithöfundar jólabókar sem hefur haft ófyrirséðar afleiðingar.
Það er hinsvegar alveg nauðsynlegt að þetta mál verði krufið til mergjar eftir því sem hægt er, þannig að sannleikurinn komi fram. Sú rannsókn þarf að vera framkvæmd af hlutlausum aðilum.
Hugleysi að þora ekki að segja frá því sem var satt og rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2023 | 09:41
Enskan
Hef ekki lent í því en eitthvað segir mér að ef bankinn minn færi að láta eingöngu enskumælandi í úthriningar færu viðvörunarbjöllur í gang.
Ef viðkomandi væri raunverulega að hringja frá bankanum okkar viðskiptum lokið.
Þykjast vera íslenskir bankastarfsmenn í síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)