28.3.2025 | 10:58
Verður Háskólinn pólitískari?
Nú er spurningin hvort Háskólinn verður jafn pólitíkst hlutdrægur og rúv hefur verið, meðal annars í vali á þeim sem þeir kalla hlutlæga fræðimenn.
Það gildir það sama um fræðimenn og blaðamenn að ef skoðun þeirra kemur fram í viðtölum þá eru þeir fallnir á fræðimannaprófinu. Silja Bára hefur margoft veið fengin sem fræðimaður í viðtöl á rúv og of oft fallið til að vera trúverðug sem hlutlægur fræðimaður.
Mjaður fær það reyndar á tilfinninguna að oft sé hún valin vegna skoðana sinna sem falla oftast vel i kramið hjá viðtalsbeiðanda.
![]() |
Magnús naut meiri stuðnings meðal stúdenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2025 | 17:20
Rætið persónulegt áreiti
Athyglisvert að talað sé um að fréttamaðurinn hafi orðið fyrir rætnu persónulegu áreiti. Eiginlega nákvæmlega það sem Ásthildur var fyrir af hálfu fréttamanna rúv.
Af staðreyndum málsins sem Heiðar Örn telur upp kom engin fram í sjáfri fréttinni því ekkert sem þar kom fram stóðst það sem kallað hefur verið staðreyndapróf. Flest ef ekki allt hefði mátt sannreyna án aðkomu Ásthildar þannig að það er engin afsökun að ekki hafi náðst í hana. Fyrir nú utan að þetta mál er komið vel á fertugsaldurinn og dagur til eða frá í birtingu hefði ekki breytt neinu um fréttagildi þessarar falsfréttar.
![]() |
Blaðamenn verjast árásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2025 | 10:21
Truflandi auglÿsingaskilti
Það er ekki bara Bæjarhraunsarmurinn sem skapar hættu þarna því það er risa stórt auglýsingaskilti þarna líka sem er afskaplega truflandi, sérstaklega eftir að fera að rökkva.
![]() |
Varasamasta hringtorg landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2025 | 01:26
Kristrún ber af
Það þarf svoem engann að undra þó fylgið við Samfylkinguna aukist. Inga virðist stundum hafa ofmtnast við upphefðina að verða ráðherra og Katrín fer óvarlega ástndum í yfirlýsingum um heimsmálin, líkt og fyrirrennari hennar.
Kristrún hinsvegar virðist fædd í þetta leiðtogahlutverk og sannaði það ekki hvað síst í viðtali í Silfrinu fyrr ï kvöld. Yfirveguð svör við krefjandi spurningum sem á stundum voru leiðandi að hætti rúv.
![]() |
Gallup: Samfylkingin í mikilli sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2025 | 11:52
Breytingar breytinganna vegna
Hver eru rökin fyrir þessum breytingum. Á sínum tíma þótti þetta kílómetrakerfi óheppilegt þegar diselbílar voru annarsvegar og vegagjaldið flutt í eldsneytisverðiðtil einföldunar.
Það er augljós galli að allir erlendir ferðamenn sem koma með bíla sína með Norrænu eða öðrum hætti skulu undanþegnir. Veikir samkeppnisstöðu bílaleiga á Íslandi gagnvart bílum sem sumir hverjir eru fluttir eru hingað og aka um landið hálft árið með útskiptum áhöfnum og síðan fluttir til baka að vertíð lokinni.
Einnig er hvati til mengunarminni hagkvæms akstur minnkaður því eftir breytingu skiptir minna máli hvað bíllinn eyðir miklu eldneyti á ekinn kilómetra. Til einföldunar á að láta Yaaris eiganda greiða jafn mikið og þann sem ekur um á stórum amerískum skúffubíl sem vegur á við 3 Yarisa. Það á að vísu eftir að koma í ljós hvort og þá að hve miklu leiti vegaskatturinn á eldsneyti verður lækkaður. Reynsaln segir manni að gera ráð fyrir að það verði óveruleg lækkun. Það verður að öllum líkindum bara fundið annað nafn á skattinn.
Hver er kostnaðurinn við innleiðingu eftirfylgni og innheimtu þessa skatts?
Nú þurfa bílaleigur væntanleg að hætta að hafa ótakmarkaðan akstur innifalinn í leiguverði nema náttúrulega bara að rukka alla um meðaltalið, sem aftur minnkar hvatann hjá leigjanda að spara bílinn.
Hvað er að því að hafa þetta bara á rafbílum eins og nú er?
Af hverju eru styrkir til þeirra efnameiri sem hafa efni á að kaupa nýja rafbíla ekki fluttir í niðurgreiðslu á almenningssamgöngum annig að bæta megi þær og auka ferðatíðni og forgang þannig að fleirum sé kleift að nýta þær?
![]() |
Daði Már leggur fram kílómetragjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 23:24
Brjálæðingar og friðarumleitanir.
Það er svolitið sérstakt að þegar meintur brjálæðingur kemst til valda í USA fari friðarviðræður á fullt í Úkraínu. Þeir aðrir sem skilgreina sig sem ekki brjálæðinga hafa haft 3 ár en ekkert gerst nema að bestu menn Úkraínu voru sendir á vígvöllinn í tugþúsunda tali sem fallbyssufóður.
Persónulega hef ég meiri áhyggjur af því hvað Trumparinn er að pæla sunnar á hnettinum.
![]() |
Þau eru að leika sér að eldinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 22:41
Aukaframlög
Ríkisstjórnin hennar Kristrúnar myndi nú trúlega ekki gráta það að fá helst nokkrar millur í tómlegan ríkiskassann fra sjálfstæðismönum.
![]() |
Lögreglan sektar landsfundargesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2025 | 22:25
Alþingi og stjórnarskráin
Það þykir mörgum nóg um hvað Alþingi Íslendinga er duglegt við að afsala sér löggjafarvaldinu sem því er falið samkvæmt stjórnarskránni, í hendur mishæfra embættismanna. En það er ekki allt. Nú kemur í ljós að embættismenn eiga líka að taka að sér að yfirfara og breyta eftir atvikum og eigin geðþótta, ákvörðunum dómsvaldsins.
Mig minnir að það hafi komið fram að lögfræðingar séu langfjölmennesta stéttin á þingi. Spurning hvort það þurfi ekki að setja einhver fjöldatakmörk á þessa stétt inná þinginu ef rétt er.
![]() |
Framkvæmdin brot á stjórnarskrá lýðveldisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2025 | 21:59
Að þekkja sinn vitjunartíma.
Það hefði farið betur á því ef Dagur hefði þekkt sinn vitjunartíma og hætt í pólitík að loknu sínu kjörtímabili hjá Borginni.
Ef ég man rétt þá þurfti hann eftir hverjar kosningar að bæta inn nýju fólki úr öðrum flokkum til að halda völdum. Það er ekki venjan hjá farsælum stjórnmálamönnum. Minnir meira á valdsjúka stjórnmálamenn.
Það er mjög skiljanlegt að Kristrún vilji ekki hafa það á ferilskránni að koma honum til nýrra metorða á sinn kostnað. Hann hafði nógu mörg tækifæri til að sýna hvað í honum býr og þó að þar sé margt gott að finna þá sagði þjóðin nei takk. Hann verður að virða það.
![]() |
Dagur verði aldrei aukaleikari í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2024 | 12:35
Hver gerði hvað og hvenær?
Fyrr í þessum mánuði voru allir fréttamiðlar uppfullir af fréttum að Svandís og VG hefðu slitið ríkisstjórninni án samráðs við aðra meðlimi. Fyrirvarinn reyndar nokkuð langur miðað við það sem venja er.
það sem Bjarni gerði var að breyta dagsetningunni á aðgerðinn sem Svandís hafði ákveðið. Það getur alveg verið pirrandi þegar aðrir óboðnir grípa inní snilldarplön sem maður er með í bígerð en það er skiljnlegt að Bjarna hafi þótt sér málið koma við.
Það virðis sem Svandís hafi talið forsvar fyrir stjórnina hafi verið með í pakkanum sem hún tók við Katrínu vinkonu sinni.
![]() |
Bjarni reynst óhæfur til að leiða ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)