27.4.2025 | 16:23
Það er svo mikilvægt
þegar einhver tekur að sér að kenna öðrum að hann hafi vit á því sem hann er að segja.
Nú er undirritaður hvorki atreiðslu ne kjötiðnaðarmaður, bara venjulegur lesandi frétta. Ábendingar allra sem til þekkja snúast um að benda fálki á að það þarf að gegnumsteikja hakk. Gildir einu af hvaða dýri það er. Nautahakk er sennilega algengasta hakkið og því oftast bent á það, sérlega á hinum mörgu hamborgarastöðum í bænum sem því miður eru ekkert sérlega passasamir með það, öðru nær.
Eftirfarandi tilvitnun í blaðamann mbl er eins villandi og frekast getur verið og mun líklegra að viðskiptavinir hamborgarastaðanna smitist af Ecoli en Sigmundur, þó vissulega ætti hannað elda hakkið betur.
"Það er mikilvægt að gegnsteikja matvæli úr nautgripum. Talað um við 71° „at least“. Það þarf nú einhver að fara kenna þessum gæja á eldavél"
![]() |
Sigmundur Davíð smitaður af E.coli? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2025 | 00:24
Ekki við hæfi.
Prestar eins og aðrir embttismenn að fara varlega í póltískar yfirlýsingar í nafn síns embættis. Eiginlega þurfa þeir að gæta sín öðrum fremur því þeir eru jú sálusorgar allra sinna sóknarbarna, líka þeirra sem eru á öndverðri skoðun.
Að því sögðu er hinsvegar erfitt að sjá réttlætið og tilganginn með þessari brottvísun. Hér er ungur einstaklingur sem á sér aðstandendur hér sem eru tilbúnir til þess að ala önn fyrr honum og trúlega ættleiiða hann. Ekkert sem bendir til annars en hér sé upprennandi góður og gegn þjóðfélagsþegn sem á umhyggjusama aðstandendur hér en ekki erlendis.
Svo horfum við uppá ríkið ala önn fyrir margdæmdum drullusokk sem vararíkissaksóknari á að mati ríkissaksóknara að hljóta embættismissi fyrir að hallmæla í persónulegri tjásu á netinu. Hafandi orðið fyrir liflátshótunum frá viðkomandi.
Hvar er samræmið? Ef annar þarf að fara þá er ég ekki vafa hvorum ég vil halda eftir.
Myndi mæta á mótmælin í fyrramálið ef þau væru ekki boðuð af samtökum sem berjast fyrir afnámi velferðarkerfisins hér á landi.
![]() |
Prestar standa með Oscari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2025 | 14:16
Krafan um umgengni.
Af þeim gögnum sem fram hafa komið virðist allt benda til þess að það hafi verið dóttir Ólafar sem sótti fast um umgengni Eiríks við barnið, frekar en Eiríkur sjálfur. Þetta er reyndar alls ekki óalgengt að stjúpmæður séu passasamari um að makar þeirra sinni umgengni við börnin sín en þeir sjálfir. Allavega virðist það ekki vera fyrr en sftir að þau kynnast sem sem krafan um umgengni kemur fram.
Það lítur þannig út að Eiríkur sjálfur hafi aldrei haft neinn áhuga á þessu barni. Hann missir áhugann á barnsmóðurinni þegar hann kemst að því að hún sé ófrísk. Eftir að barnið er fætt hefur Ásthildur mikið fyrir því að barnið kynnist föður sínum en gefst upp á því þegar hún kynnist sjálf öðrum manni sem gengur barninu í föðurstað. Um leið eignast barnið föðurímynd sem að öllum líkindum hefur gagnast því betur en blóðfaðirin. Ekki hefur verið gerð grein fyir minnsta áhuga Eiríks á samskiptum við barnið eftir að sambandi hans við dóttur Ólafar lýkur.
Engu að síður er samnið um, takmarkaða umgengni eftir meira en tveggja ára fjarvist blóðföður sem hann sinnir svo ekki. Lái mér hver sem vill að telja það ábyrgðarlaust af Ásthildi að senda barnið á þriðja ári í eftirlaitslausa hegarheimsókn til ókunnugs manns, þó blóðfaðir sé, sem hefur ekkert bakland nema brostið heimili. Það er lágmark að barnið kynnist föður sínum og hann barninu áður en slíkt gerist.
Nú þegar ekkert stenst af ásökunum á Ásthildi voru bornar er reynt að bjarga í horn með þvíi að kenna Kristrúnu um trúnaðarbrest. Það liggur hinsvegar fyrir að sá trúnaðarbrestur liggur ekki í að aðilar málsins séu upplýstir um það. Trúnaðarbresturinn, ef hann er fyrir hendi, liggur í því hverni rúv fékk veður af málinu. Þar vakna spurninar um fyrrverandi fréttamenn sem eru orðnir innstu koppar í búri hjá Samfylkingunni. Það má alveg fallast á að ástæða sé til að kanna það nánar til að fyrirbyggja ef upp koma alvarlegri mál.
![]() |
Varpi ljósi á öryggisbresti ráðuneytisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2025 | 14:56
Vanhæfi stjórnenda
Hverig stendur á því að ekki er ráðinn til starfa þarna stjóri sem veldur starfinu.
Það má auljóst vera þeim sem á annað borð vilja sjá að það virðist engin stjórn að neinum sviðium í rekstri RÚV.
RUV er með milljarða í tekjur sem þeir þurfa lítið að hafa fyrir að ná í. Þeir eru með sístækkandi hluta dagskrárinnar endurtekið efni. Fréttaval og frásagnir eru svo augljóslega mótaðar af skoðunum viðkomandi fréttamanna að það háfa væri nóg. Í verstu tilefllunum búa þeir til "fréttir" í stað þess að sannreyna upplýsingar sem þeir fá. Það er afskaplega einsleitt val á álitsgjöfum sem dúkka upp aftur og aftur. Lang oftast einhverjir sem segja það sem viðkomandi "fréttamaður" vill heyra. Hlutleysi RÚV er því miður lögngu farið fyrir bí.
En tölurnar tala sínu máli þegar kemur að fjármálunum.
![]() |
RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2025 | 14:40
Áfallahjálpin
Miðað við frásögn "byssumannsins" er nokkuð ljóst að það hefði verið mun meiri þörf á að veita honum áfallahjálp en björgunarsveitamönnunum.
Maður veltir fyrir sér hvort björgunarsveitarmenn séu aldir upp og þjálfaðir í aðeins of mikilli "bómull" ef þeir þurfa áfallahjálp eftir að hafa séð refaskyttu með haglara.
Það væri mjög fróðlegt að fá frásögn björgunarmannsins sem tilkynnti þetta. Hvað varð til þess að viðkomandi sá ástæðu til að tilkynna þetta og þá eins hvernig tilkynningin er orðuð.
Augljóslega þar lögreglan að bregðast við af alvöru ef þeir fá tilkynningu um að verið sé að beina byssum að fólki, ekki hvað síst fólki með það hlutverk að hafa afskipti af öðrum.
Í frásögn svokallaðs "byssumanns" er ekkert það að finna sem gæti mögulega kallað á þessi viðbrögð en það er augljóslega bara önnur hlið málsins. Ef eitthvað á að vera hægt að læra af þessari uppákomu þurfa báðar hliðar að koma fram.
En það gengur ekki að enn einn ráðherrrann í þessari ríkisstjórn rjúki í fjölmiðla með stóryrtar yfirlýsingar án þess að kynna sér málið ofa í kjölin.
![]() |
Byssumaðurinn: „Versti dagur í mínu lífi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2025 | 10:58
Verður Háskólinn pólitískari?
Nú er spurningin hvort Háskólinn verður jafn pólitíkst hlutdrægur og rúv hefur verið, meðal annars í vali á þeim sem þeir kalla hlutlæga fræðimenn.
Það gildir það sama um fræðimenn og blaðamenn að ef skoðun þeirra kemur fram í viðtölum þá eru þeir fallnir á fræðimannaprófinu. Silja Bára hefur margoft veið fengin sem fræðimaður í viðtöl á rúv og of oft fallið til að vera trúverðug sem hlutlægur fræðimaður.
Mjaður fær það reyndar á tilfinninguna að oft sé hún valin vegna skoðana sinna sem falla oftast vel i kramið hjá viðtalsbeiðanda.
![]() |
Magnús naut meiri stuðnings meðal stúdenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2025 | 17:20
Rætið persónulegt áreiti
Athyglisvert að talað sé um að fréttamaðurinn hafi orðið fyrir rætnu persónulegu áreiti. Eiginlega nákvæmlega það sem Ásthildur var fyrir af hálfu fréttamanna rúv.
Af staðreyndum málsins sem Heiðar Örn telur upp kom engin fram í sjáfri fréttinni því ekkert sem þar kom fram stóðst það sem kallað hefur verið staðreyndapróf. Flest ef ekki allt hefði mátt sannreyna án aðkomu Ásthildar þannig að það er engin afsökun að ekki hafi náðst í hana. Fyrir nú utan að þetta mál er komið vel á fertugsaldurinn og dagur til eða frá í birtingu hefði ekki breytt neinu um fréttagildi þessarar falsfréttar.
![]() |
Blaðamenn verjast árásum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2025 | 10:21
Truflandi auglÿsingaskilti
Það er ekki bara Bæjarhraunsarmurinn sem skapar hættu þarna því það er risa stórt auglýsingaskilti þarna líka sem er afskaplega truflandi, sérstaklega eftir að fera að rökkva.
![]() |
Varasamasta hringtorg landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2025 | 01:26
Kristrún ber af
Það þarf svoem engann að undra þó fylgið við Samfylkinguna aukist. Inga virðist stundum hafa ofmtnast við upphefðina að verða ráðherra og Katrín fer óvarlega ástndum í yfirlýsingum um heimsmálin, líkt og fyrirrennari hennar.
Kristrún hinsvegar virðist fædd í þetta leiðtogahlutverk og sannaði það ekki hvað síst í viðtali í Silfrinu fyrr ï kvöld. Yfirveguð svör við krefjandi spurningum sem á stundum voru leiðandi að hætti rúv.
![]() |
Gallup: Samfylkingin í mikilli sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2025 | 11:52
Breytingar breytinganna vegna
Hver eru rökin fyrir þessum breytingum. Á sínum tíma þótti þetta kílómetrakerfi óheppilegt þegar diselbílar voru annarsvegar og vegagjaldið flutt í eldsneytisverðiðtil einföldunar.
Það er augljós galli að allir erlendir ferðamenn sem koma með bíla sína með Norrænu eða öðrum hætti skulu undanþegnir. Veikir samkeppnisstöðu bílaleiga á Íslandi gagnvart bílum sem sumir hverjir eru fluttir eru hingað og aka um landið hálft árið með útskiptum áhöfnum og síðan fluttir til baka að vertíð lokinni.
Einnig er hvati til mengunarminni hagkvæms akstur minnkaður því eftir breytingu skiptir minna máli hvað bíllinn eyðir miklu eldneyti á ekinn kilómetra. Til einföldunar á að láta Yaaris eiganda greiða jafn mikið og þann sem ekur um á stórum amerískum skúffubíl sem vegur á við 3 Yarisa. Það á að vísu eftir að koma í ljós hvort og þá að hve miklu leiti vegaskatturinn á eldsneyti verður lækkaður. Reynsaln segir manni að gera ráð fyrir að það verði óveruleg lækkun. Það verður að öllum líkindum bara fundið annað nafn á skattinn.
Hver er kostnaðurinn við innleiðingu eftirfylgni og innheimtu þessa skatts?
Nú þurfa bílaleigur væntanleg að hætta að hafa ótakmarkaðan akstur innifalinn í leiguverði nema náttúrulega bara að rukka alla um meðaltalið, sem aftur minnkar hvatann hjá leigjanda að spara bílinn.
Hvað er að því að hafa þetta bara á rafbílum eins og nú er?
Af hverju eru styrkir til þeirra efnameiri sem hafa efni á að kaupa nýja rafbíla ekki fluttir í niðurgreiðslu á almenningssamgöngum annig að bæta megi þær og auka ferðatíðni og forgang þannig að fleirum sé kleift að nýta þær?
![]() |
Daði Már leggur fram kílómetragjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)